Tag: flokkur

Oseberg víkingasleðinnOseberg víkingasleðinn

0 Comments

Lýsing!

Skrifað af Helen Simonsson
Útgefið 07 July 2018

Einn af fjórum sleðum sem fundust í hinu íburðarmikla skipi sem notað var við greftrun í Oseberg í Noregi, þar sem tvær konur voru grafnar árið 834 e.Kr. í afar ríkulegu umhverfi með fjölda grafhaugsmuna eins og þennan sleða, vandlega útskorna viðarvagn og ýmsa vefnaðarvöru, þar á meðal fínt silki sem hefði verið innflutt.

Þessi greftrun er flokkuð sem konungleg eða að minnsta kosti sem víkingaaldargreftrun hástéttarfólks; að minnsta kosti önnur kvennanna hlýtur að hafa verið mjög háttsettur einstaklingur.

Nákvæmt samband kvennanna tveggja er óþekkt. Skipið sjálft og þessi sleði eru til sýnis á víkingaskipasafninu í Ósló, Noregi.

Heimild: www.worldhistory.org/image/9003/oseberg-sleigh/


Uppruni grein af: www.vikingtidsmuseet.no

Ríkisstjórn Noregs úthlutar níu milljónum norskra króna til að bjarga víkingasleðunum

Til að bjarga einstöku viðarsleðunum frá Oseberg verður að varðveita þá með aðferð sem er ekki enn til.

Í endurskoðuðum fjárlögum hefur ríkisstjórnin úthlutað níu milljónum norskra króna til rannsóknarverkefnis sem miðar að því að finna varðveisluaðferð til að bjarga þremur stórkostlegu sleðunum úr Oseberg-fundinum.

Ekki er hægt að vanmeta menningarsögulegt gildi sleðanna. Þeir eru einu varðveittu sleðarnir í heiminum frá víkingaöld og á þeim eru útskurðir sem bera vitni um einstakt handverk og segja okkur mikið um flókinn heim víkinganna.

Við uppgröft Osebergsskipsins árið 1904 fundust sleðarnir mölbrotnaðir og hver þeirra hefur verið settur saman úr allt að 1000 brotum. Álúnsölt voru notuð til að varðveita þá.

Hins vegar kom í ljós með tímanum að þessi aðferð við varðveislu reyndist skaðleg og hefur gert sleðana mjög viðkvæma í dag.

Að auki hafa járnteinar sem halda stykkjunum saman tærst. Þetta hefur leitt til þess að sleðarnir eru aðallega haldnir saman af álúnskánum og ytra lagi af lakki og lími.

Viðurinn er að molna og það er brýnt að finna aðferð til að bjarga þeim.

Markmið fjármögnunarinnar er að finna nýja varðveisluaðferð.

Hæsti forgangur

„Að tryggja menningarverðmæti frá víkingaöld er okkar helsta forgangsverkefni.

Við erum nú að byggja frábært Víkingasafn til að vernda einstaka safneign okkar.

Sem hluti af þessu verðum við að tryggja gripina frá Oseberg.“

Þegar ein mikilvægasta fornleifafundurinn í Noregi er í bráðri hættu á að molna niður, verðum við að bregðast skjótt við.

„Það er einmitt það sem við erum að gera núna,“ sagði Oddmund Hoel (Sp), ráðherra rannsókna og æðri menntunar, í fréttatilkynningu frá norsku ríkisstjórninni.

Minni hlutir úr Oseberg-fundinum eru í endurvarðveisluferli, byggðum á niðurstöðum úr tveimur fyrri rannsóknarfösum, en þessar aðferðir er ekki hægt að nota á stóru og flóknu sleðana.

Í komandi þriðja áfanga mun alþjóðlegt rannsóknanet vinna saman að því að finna lausnir til að varðveita víkingasleðana.

„Þessi fjármögnun mun gera okkur kleift að halda áfram að einbeita okkur að varðveislu þessara frábæru og einstöku funda.

Þetta eru stórkostlegar fréttir,“ sagði Susan Braovac, forvörður við Menningarsögusafnið og rannsóknarstjóri verkefnisins „Saving Oseberg“.

Rannsóknarverkefnið er áætlað yfir 6 ár með heildarkostnað upp á 53 milljónir norskra króna.


Nátengt Efni

Oseberg víkingavagninn!

Þýdd grein og myndir!

Oseberg víkingasleðinn lýsing smáatriða

Frásögn/grein og myndir!


Heimild: www.vikingtidsmuseet.no

Skráði: Friðrik Kjartansson

Þýðendur: Friðrik Kjartansson og Erlendur.is (Miðeind)

Yfirlestur: malfridur.is (Miðeind)

Er American Primeval sögulega nákvæm?Er American Primeval sögulega nákvæm?

0 Comments

Bob Boze Bell Aðalsagnamaður Ameríku

Vertu tilbúinn fyrir innsýn í sanna söguna Bob Boze Bell er þekktur sem vestræni sögumaður Bandaríkjanna.

Hann er listamaður, höfundur, rithöfundur og gegnir stöðu framkvæmdaritstjóra True West tímaritsins.

Bell er vinsæll og eftirsóttur í sjónvarpsheimildarþáttum um Villta vestrið og birtist sem sérfræðingur í tugum þátta um sögu Villta vestursins.

Bell hlaut Emmy-verðlaun sem framkvæmdaframleiðandi PBS-þáttarins, Outrageous Arizona, sem er skrítið yfirlit yfir aldarafmæli ríkisins, sem hann skrifaði einnig og aðstoðaði við leikstjórn.

Sem höfundur hefur Bell lífgað við Billy the Kid, Geronimo, Doc Holliday, Wyatt Earp og Wild Bill Hickok í metsölubókaflokknum sínum Illustrated Life and Times.

Bækur hans Classic Gunfights I, II og III eru skyldulesning um mikilvægustu byssubardaga villta vestursins. Bad Men eftir Bell er nú í fjórðu prentun, á meðan myndskreytt ævisaga hans, The 66 Kid: Alinn upp við ,,aðalveginn”1 veitir persónulega innsýn í ástríðurnar sem hafa knúið hann áfram í lífslangri leit sinni að því að túlka sögu ameríska vestursins fyrir áhorfendum um allan heim.

  1. Mother Road: Vegur 66 sem John Steinbeck gerði goðsagnarkenndan ↩︎

Heimild: True West History of the American Fronters

Þýðdi og skráði: Firðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Vagn Alexey sonar Péturs I #5Vagn Alexey sonar Péturs I #5

0 Comments

Sumar og skemmtivagn keisarasonarins!

Samkvæmt nýlegum rannsóknum var sumar-„skemmtunar“ tveggja sæta vagninn smíðaður í Prikaz-verkstæði hesthúsanna á árunum 1690-1692 fyrir tveggja ára gamlan Alexey Tsarevich, son Péturs I.

Slíkir vagnar voru kallaðir „skemmtivagnar“ og þeir voru notaðir í leikjum og skemmtunum barna en ekki fyrir opinberar athafnir.

17. aldar vagnar eru sjaldgæfir í söfnum heimsins, aðeins fáir hafa varðveist. Þetta pínulitla farartæki gefur okkur hugmynd um lögun, innréttingu og smíði vagna á þessu tímabili.

Yfirbygging tveggja sæta vagnsins, sem er bólstruð með fölbláu leðri, er slétt og mjókkar niður á við og hefur glæsilega öldulaga sveigju í neðri hlutanum.

Þessi litli búnaður hefur áhugaverðar tækninýjungar, svo sem kranaháls og beygjusnúning á milli framhliðanna.

Kremlmeistararnir innleiddu þessa bættu beygjuaðferð þegar á seinni hluta 17. aldar.

Nokkrar aðferðir eru notaðar við skreytingar, þar á meðal litlar koparnar með upphleyptum hringlaga hausum sem eru í nákvæmri línu, í kringum glugga og á hurðir.

Gljásteinnum er haldið á sínum stað í gluggunum með mjóum ræmum úr tini og skreyttum litlum nöglum með flötum hausum.

Áklæðið er gyllt, upphleypt með skýrum línum. Grafíkin er mynduð af laufum í óvenju glæsilegu mynstri sem inniheldur framandi fugla, smádýr og fígúrur af cerúbum. Leðrið er fest með koparnöglum með upphleyptum hringlaga hausum sem gegna hlutverki í innréttingunni.

Þetta ríkulega gyllta mynstur myndar andstæðu við mildan pastellit leðursins og dýpkar áhrif skreytingarinnar í heild ásamt því að gefa honum glæsileika. Leðursamsetningin er fallega útfærð og sýnir hversu góð tök eru á krefjandi „uppröðun“ barokkskrautsins og sýnir að leðuráklæði af þessu tagi, en framleiðsla þess var nýhafin í Kreml í Moskvu, var þegar í háum gæðaflokki.


Heimild: Moscow Kremlin Museums: – SUMMER ‘AMUSEMENT’ CARRIAGE

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Öxull og Nafið gúmmífóðraðÖxull og Nafið gúmmífóðrað

0 Comments

Einkaleyfi í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu

Er núna framleitt með leyfissamningi af eftirfarandi vel þekktum fyrirtækjum

The Tomlinson Spring Co., Newark, N.J. Messrs. Sheldon & Co., Auburn, N.Y., Ives & Miller, New Haven, Conn. Messrs, S.Rogers & Co., Standfordville, N.Y.”

Teikning sýnir gegnskorinn öxul og naf með gúmmípúða. B, Gúmmípúði; D, Úrtaka fyrir öxulhús/hring (slív); E, Flipi í öxulhúsi (Box)

Hver og ein pöntun frá áðurnefndum framleiðendum getur orðið til mikilla bóta við raunverulega notkun, að undaskildum „þriggja bolta póstinum“ Hafandi veitt umsögn og gagnrýnt formlega kynninguna af „öxulpúðinn“ til vagnamiðlunar- hafa verðleikar vörunnar verð að fullu viðurkenndir af tveggja ára prófunum í 50 farartækjum, léttum og þungum, í stanslausum daglegum notum á holóttum og ósléttum götum New York. Við biðjum um að mega kynna stuttlega mikilvægi þess. Í nafið af venjulegri gerð eða formi er ÍSETNING SVEIGJANLEGS GÚMMÍPÚÐA, faglega á sinn stað í nafinu með okkar einkaleyfisverkfæri, bæði einfalt og afdrifaríkt. Tryggja fyrstir allra í hestvagnaiðnaðinum svipaðar niðurstöður og þegar gúmmípúða er komið fyrir í lestarvögnum.

Öryggi, þægindi og rekstrarlega hagkvæmt

Í notkun öllum farartækjum á hjólum fyrir farþega eða frakt

Gúmmípúðarnir geta ekki aflagast af notkun eða slitnað, þeir eru þéttilega festir á sinn stað til að fyrirbyggja að olía eða smurfeiti komist inn í náið. Innleiðing gúmmípúð- öxlanna á meðal leiðandi hestvagnaframleiðanda í þessari borg og annars staðar, undir stöðugu eftirliti prófana sem hafa verið gerð án kvaða frá eigendum vagnanna sem prófaðir hafa verið. Ábyrgð í boði um gildi hestvagnasamfélagsins eða GÚMMÍPÚÐAÖXLAR ekki sem ótrúverðug tilraun, heldur fullkomin og verðmæt framför.

THE RUBBER CUSHIONED AXLE CO.,

Brodway, sjöundu götu og fertugasta og þriðja stræti,
New York

B.F. Britton, President.
J.B. Sammis, Secretary and Treasurer.
G.W. Hayes, Superintendaent.

The Carriage Monthly Advertiser, Feb 1877
Heimildir: Bókin: Wheelmaking, wooden wheel design and construction með
The Carriage Mothly Advertise, Feb 1877 á bls 205

Þýðing og skráning: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Að sjóða nafið eða ekki?Að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkara (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílári rekinn í þurrt naf eða sama píláraþykkt rekin í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðnu nafi?

Hvaða gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (Ekki er vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884).

Yðar einlægur trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef nöfin eru soðin er hægt að reka pílárana í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu.

Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurrt og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðinlegur þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í álmi eða valhnotu, límið leysist einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn býður upp á, sjóðið svo tvo valhnotubúta og límið þá saman, látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.

Þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott).

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: malfridur.is

Waggon frá Kent #1Waggon frá Kent #1

0 Comments

Waggon´s í Bretlandi svipar saman

Vagnana (Waggons) frá Kent má kannski setja í flokka í einfalda, en einfalt hefur sinn sjarma. Þeir voru vel hannaðir með tilliti til notkunargildis og burðarstyrks ásamt endingu í þeim þungu og erfiðu verkefnum sem þeim var ætlað að leysa af hendi.

Yfir allt Bretland var smá mismunur í smáatriðum en gróflega séð var samt föst hefð fyrir hönnuninni. Vagnarnir voru byggðir í mörgum stærðum til að bera frá 30 cwt á 2 tommu hjólum til allt að 5 tonna á 4 1/2 tommu hjólum og þeim stærstu var ætlað að vera dregnir af fjórum hestum fullhlaðnir korni.

Þrátt fyrir að vagnasmiðirnir gerðu ráð fyrir tveimur dráttarsköftum var yfirleitt bara eitt notað tengt við fremri undirvagninn með pinna (splitti).

Hin miðlungsdjúpa yfirbygging/skúffa/miðlungsdjúpi pallur nýttist illa vegna þverbitanna þriggja sem voru lagðir (tappaðir) í hliðarnar. Út frá almennri venju hækkaði efri hluti skjólborðanna fram og aftur í svo að segja beina línu; í flestum vögnum er þetta mjúkur bogi.

Efri mörk skjólborðanna voru ákvörðuð af uppistöðum þeirra og járnramma sem var í laginu eins og N og veitti aukinn stuðning sem var nauðsynlegur. Undantekningalaust voru allir vagnar með eina uppistöðu úr viði í hverju bili á milli járnramma og járnstyrkingar.

Viðaruppistaða fyrir miðju var aldrei hluti af stöðlum/hefðum nema í blönduðum (hybrid) vögnum en spjaldborðin (panel) voru látin halda sér í sömu stöðu að framan.

Skjólborðin voru með 10 – 12 viðaruppistöðum, flötum á hvorri hlið og 3 – 4 að framan. Enginn vagn frá Kent var með lokuðum palli/skúffu að aftan en þó var þverbiti þar aftan á festur með pinnum/dílum úr tré á skjólborðsendunum.

Undir aftasta bitanum var komið fyrir kaðalrúllu svo hægt væri að kasta kaðli yfir og herða vel að með aðstoð hennar.

Allir vagnar voru byggðir með skjólborð sem viðarborðin voru klædd með. Á fulllestuðum vagni var hlassið skorðað með lóðréttum póstum sem komið var fyrir í járnrömmum í hornunum. Til þægindaauka var vagnkassi venjulega settur á fram-borðið en stundum nálægt, rétt fyrir miðju samkvæmt stöðlum.

Allir vagnar höfðu 12 pílára í framhjólum og 14 í afturhjólum. Á meðan meirihluti vagnanna var með fjögurra tommu hjólabreidd, voru næstum jafn margir með 3½ tommu hjól.

Höfundur þessarar bókar hefur engar heimildir um 90 vagna sem skráðir voru hvort væru með breiðari eða mjórri gerð hjóla. Flestir þeirra voru með öxla sem smurðir voru með dýrafitu en Pope of Chiddingstone smíðaði vagna sem smurðir voru með olíu en ekki dýrafitu.

Þeir öxulendar voru stimplaðir með nafni hans. Fáir, mjög gamlir vagnar voru skrásettir með viðaröxum. Sem dæmi um blendinga má nefna að W. J. Tedham frá Bodiam í Sussex smíðaði vagna sína í samræmi við hönnunina frá Kent, án hefðbundinna staðla.

Þar fyrir utan voru vagnarnir frá Kent og Sussex venjulega málaðir með lit sem einhvers staðar var á milli þess að vera rjómalitaður og gulur eða brúnn, eða út í rauðan, en í raun var liturinn í 25% skráninga sá sami blái og á Sussex-vögnunum.

Allir vagnar voru með rústrauða undirvagna eða örlítið ljósari lit. Öll samskeyti í málningu skorti, bæði á yfirbyggingu og undirvögnum.

Varla var þekkt að á efsta borði væri að finna vörumerkið Heathfield en Ashford gerðu á því undantekningu þegar þeir smíðuðu vagn fyrir J. Henley á Pattenden-býlinu í Goudhurst.

Vagnarnir frá Kent báru aldrei nafn eiganda sinna á svörtu plötunni eins og í flestum öðrum löndum, en allar upplýsingar var að finna á Sans-Serif leturfæti í samfelldri línu á miðjubita eða jafnvel efst á skjólborði.


Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Heimild: The Farm Waggons of England and Wales, bls. 24 og 25. Útg. John Baker. London.

Yfirlestur: malfridur.is