Tag: Útskurður

Útfararvagn #6Útfararvagn #6

0 Comments

Smíðaður í Svíþjóð. Uppgerður og tilbúinn í útfarirnar.


Holland geymir hann núna en hann er til sölu.

Engar bremsur eru á vagninum og það kemur mér á óvart.


Þessi frágangur en nú með því besta sem maður hefur séð í vagnheimi.

Járnverk allt til fyrirmyndar.


Uppruna skiltið segir að hann er smíðaður í Svíþjóð. Eins segir útdráttur úr kataloginum hér fyrir neðan það sama.

Eins og ég sagði. Fallegt járnverk.

Skreytingar allar og út skurður er líka til fyrirmyndar og er ekki of mikill heldur passlegur fyrir þessa gerð vagna.

Hugsað er fyrir að það geti rignt og snjóað með yfirbreiðslu á Kúsksætið.

Hornsúlurnar er flottar og vel unnar.


Gagn að gólfið rispist ekki við notkun.

Skrautið er ákkúrat nóg. Vagninn ekki ofhlaðinn skrauti.


Skíðin fylgja með til að mæta vetri. Ekki hættir fólk að deyja þótt vetur sé!

Úrtak úr kataloginum. Fyrir þá sem eru lunknir í að lesa!

Til hægri er vagninn á skíðunum sínum.

Rockaway Indjánavagninn #55 & #55BRockaway Indjánavagninn #55 & #55B

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway vagn, mjög fallegur og léttur . Sætin eru stillanleg og annað sætanna er útskiptanlegt. Fyrir einn hest og fjölskylduna er þessi vagn passlegur. Sveigð yfirbygging, skreytingar á hliðum. Sarven nöf í hjólamiðju. Geymsla undir sætum, leðurhlíf framan (dash). Hátt bak. Snyrtilegur frágangur, tvöfalt uppstig. Nýr stíll sem vekur aðdáun fyrir þægindi og hagkvæmni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Eins vagn og númer 55 en með fjórum sætum sem hægt er að taka burtu eftir þörf. Bremsur ekki sjáanlegar.

Bónus topp vagninn #32Bónus topp vagninn #32

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Útkoma létta vagnsins (buggy) er fullkominn, sýnir fallegan stíl og handverk og réttilega sem bestu dómar hafa staðfest. Kerran er myndarlega útskorin og máluð, skreytt með flaueli og silki, járnið er líka vandlega hringað og rafhúðað að fullu. Hún er stutt og fínasta kerra sem smíðuð hefur verið. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805. Heimild: Tomasnet.com

Sport vagninn #22Sport vagninn #22

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Skrautfræstar hliðar meira en númer 21. Vandaður frágangur. Sport-vagninn hefur fengið heims viðurkenningu fyrir íburð og fegurð. Mjög rúmgóður en yfirbyggingin stendur nokkuð hátt frá jörðu. Vagninn (the buggy) er byggð á körfu stöngin sem er á milli öxlanna til að aukins stöðugleika. Bremsur ekki sjáanlegar. Er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar.

Topplausa borgin #21Topplausa borgin #21

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Yfirbyggingin með háum hliðum og að framan járnhlíf (dash). Hliðar panillinn skrautfræstur og röndóttur. Skottið saumað og rykkt, járnklætt uppstig og járnbrautarsæti svo er líka hægt að fá lokafrágang svartan. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo vinsælt vagna hönnun síðar.

Gimsteinninn #3Gimsteinninn #3

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gimsteinninn er Eins og númer 1. nema með fellanlegum toppi og er kynntur til leiks sem meira fyrir augað. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er byggður á Körfu stöngin milli öxlanna. Gimsteinninn er með uppstigum úr járni og silfur skreytingar á hliðum og fleira. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í vagna hönnun síðar.