Tag: undirhlaup

Milord #3Milord #3

0 Comments

10.000 dollara fyrir þennan gullfallega Milord og hann er vel þess virði!


Vagninn er uppgerður og sá sem það vann var starfi sínu vel vaxinn.


Snyrtileg og fallegt húdd/skermir, vel unninn eins og annað.


Virðulegur



Fallega bólstruð sæti og aðalsætið með gimsteinamunstri sem var algengt


Þessi útfærsla aukasætis er dæmigert fyrir Milrod.


Snyrtilegur og fágaður frá gangur hvar sem litið er á vagninn.



Útfararvagn #6Útfararvagn #6

0 Comments

Smíðaður í Svíþjóð. Uppgerður og tilbúinn í útfarirnar.


Holland geymir hann núna en hann er til sölu.

Engar bremsur eru á vagninum og það kemur mér á óvart.


Þessi frágangur en nú með því besta sem maður hefur séð í vagnheimi.

Járnverk allt til fyrirmyndar.


Uppruna skiltið segir að hann er smíðaður í Svíþjóð. Eins segir útdráttur úr kataloginum hér fyrir neðan það sama.

Eins og ég sagði. Fallegt járnverk.

Skreytingar allar og út skurður er líka til fyrirmyndar og er ekki of mikill heldur passlegur fyrir þessa gerð vagna.

Hugsað er fyrir að það geti rignt og snjóað með yfirbreiðslu á Kúsksætið.

Hornsúlurnar er flottar og vel unnar.


Gagn að gólfið rispist ekki við notkun.

Skrautið er ákkúrat nóg. Vagninn ekki ofhlaðinn skrauti.


Skíðin fylgja með til að mæta vetri. Ekki hættir fólk að deyja þótt vetur sé!

Úrtak úr kataloginum. Fyrir þá sem eru lunknir í að lesa!

Til hægri er vagninn á skíðunum sínum.

Stanhope Pæton #3Stanhope Pæton #3

0 Comments

Stór Stanhope Pæton






Saga listar í vagn smíði 1 kafliSaga listar í vagn smíði 1 kafli

0 Comments

Viltu kannski sjá formálan fyrst

Hestvagnar á tímum Charles II

Þróun listarinnar að smíða hestvagna er svipuð þróun flestra uppfinninga hæg. Á ákveðnum tímapunkti er eins og sumt starti, Þróast svo aftur í stöðnun í langan tíma. Aðeins síðustu tvær aldir hefur vagnasmíði verið í góðu lagi sem list og hún er aðeins komin á tiltölulega fullkomna braut á núverandi öld. Sama má ef til vill segja um aðrar uppfinningar. Pendul klukkur voru uppfundnar um 1260. Pappír var búinn til úr gömlum tuskum um 1250. byssupúður verður rakið aftur til 1330. Prentun verðmæta hjálparefnis til listar 1430. Klukkur eru fyrst smíðaðar í Englandi um 1500. Sást til fyrsta hestvagnsins í Englandi árið 1555. Fyrir þrjú hundruð og tuttugu árum.

Tafla yfir heiti, gerðir og notkunarsvið forn Rómverskra vagna!


https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2023/03/Saga-smidi-hestvagna-14.jpg
Mynd 1. Egypskur vagn

Saga langferðavagna ásamt öðrum vögnum er ekki jafn víðtæk og mannkyn. Ekki er hægt að rekja hana meðal allra þeirra þjóða sem eru komnar á áfangastað þróaðs stig siðmenningar. Forn Ameríka, sérstaklega siðmenntuð Mexiko, segir okkur ekki neitt. Frá Kína og Japan er nánast ekkert. Aðeins hluti Norður Afríku hefur eitthvað fram að leggja til sögu hjólsins. Við finnum þekkingu í Evrópu, Litla Asíu, Indland ásamt Vestur Evrópu. Saga vagnasmíðalistarinnar verður að skipta í fáein mörkuð tímabil. Fyrsta tímabilið endar með Rómar stjórn breytist úr stjórn ræðismanna í Keisarastjórn fyrir 2000 árum. Til þess tíma var breytileiki farartækja lítill. Annað tímabilið markast af sýndarþörf fyrir mikinn auð ásamt þrá eftir miklum lúxus. Tekin voru í notkun nokkur ný og stærri farartæki og mörg voru skreytt dýru skrauti. Þriðja tímabilið hefst með tilkomu farartækja sem eru hengd er á leðurólar og má telja að því ljúki um árið 1700 þegar vagnarnir hófu að taka á sig núverandi form, stærð og stíl. Þriðja tímabilið er þegar farartækin hengd á leðurólar og er lokið 1700. Þegar vagnarnir hófu Þróunarferli sitt að taka á sig núverandi form með tilkomu stálfjaðra. Fjórða tímabilið endaði um 1790. Langferðavagnar færðust í núverandi form, stærð og stíl. Fimmta tímabilið markast þegar vagnar voru nær eingöngu hengdir á sporöskjulaga stál fjaðrir. Þessi síðasta óvænta þróunaruppfinning skilaði mikilvægum árangri sem allir hafa áhuga á að nota vagna og langferðavagna smíði. Með tilkomu sporöskjulaga fjaðra minnkaði kostnaður smíða á vögnum búnum hjólum. Þyngdin þróaðist niður vegna minni efnisnotkunar ásamt vagnpartar urðu færri. Samtímis fjölgaði farartækjum mikið og þægindin ásamt viðurgjörningnum um borð óx. Við getum með sanni sagt þetta móti leiðina til eimreiðar eigi rétt á sér. Þróaðist úr sleða í hestvagn. Eðlilegt telst að setja byrði of þunga fyrir herðar okkar að bera að setja byrðarnar á grind sem sleða mætti kalla sem draga mætti á landi. Ekki þurfti mikla reynslu manns til að gera það kleift að sjá fyrir sér besta form sleða og til að undirstrika það fundust gögn um fyrsta sleðann höggvin sem skúlptúrar í veggi Hofs í Luxor í Thebes í Egyptalandi mjög svipaðan þeim sleðum sem ölgerðarmenn í London notuðu. Sleði er byggður upp af tveim trébitum langsum ásamt 5 bita þversum úr tré sem halda saman skíðunum ásamt því að mynda rými til flutninga. Sleðar í alla vega lögun og gerðum eru í notkun í löndum þar sem snjór er að jafnaði yfir vetrarmánuðina vegna þess að sleðar ganga betur í snjó en hjól við þær aðstæður. Inúítar og Lappar nota hærri meiða eða langtré undir sleðann. Meiri snjódýpt er við þeirra aðstæður. En ölgerðarmenn í London og Svisslendingar ásamt öðrum fjallabúum nota sleða til að flytja timbur og Hnausaþyrnir niður úr fjöllunum og fyrir hundrað árum þegar litlir vagnar voru ekki eins algengir í Englandi var venja að nota sleða til að flytja heim á bæinn nýslegið hey og knippi af hveiti. Í Norður Ameríku og Norður Evrópu eru sleðar af elegant hönnun á hverju ári. Í Hollandi og Belgíu eru sleðar notaðir allt árið. Manndregnir á götunum flytjandi kjöt, gænmeti og brauð. Egyptar eru í fararbroddi landa sem skilja eftir sig skráningu lista og framleiðslu sprottin úr menningarþróun. Egyptar gátu státað af snemma í veraldarsögunni byggingar samsettar úr risa steinum sem sleðar báru ásamt því að notaðir voru kefli undir sleðann eða steininn. Í fyrstu voru hjólin skífur sem söguð voru þversum úr trjábolnum sem svo voru rammlega festar á öxull. Hjólin snúast saman undir fyrstu vögnunum. Smærri vagnar eru smíðaðir með öxull sem snýst með hjólunum í Portugal, Spáni og Suður Ameríku. Fyrstu vagnarnir voru að best séð verður út búnir með dráttarpóst fyrir að minnsta kosti tvö dráttardýr spennt saman hlið við hlið fyrir vagninn. Það sem mælir gegn hjólum og öxli í heilu lagi eða föst saman er að erfitt er að snúa ökutæki í þröngum aðstæðum. Allir sem reyna að aka garðvaltara fyrir krappt horn geta sannfært sjálfan sig um þetta. Því að þótt ytri brún keflisins snúist/rúlli eðlilega, meðan innri brúnin rennur á yfirborðinu, þá ætti innri brúnin að snúast/rúlla sjálfstætt. Séð varð snemma í Egyptalandi að betra væri að hafa öxulinn fastan og leyfa hjólunum að snúast sjálfstætt hvort frá öðru. Hjólum búnir vagnar komu sennilega snemma inn í þróunina í Egyptalandi. Strax kallaðir Car eða Chariot. Biblían þýðir venjulega sem ,,Chariot”. Málverk og skúlptúrar á veggjum Hofanna þúsunda ára gamlir geta kennt okkur nákvæmt útlit vagnanna (the Chariots). Þeir eru okkur mjög hugleiknir, enda veitt æðstu leiðina til að flytja manninn Þúsundum saman fyrir Krist. Þessir vagnar voru líka til fyrirmyndar allra vagna þessara tíma. Við sjáum einstaka orð sem lýsa vögnunum bæði af Homer, sem var uppi fyrir Krist og Moses sem uppi var um 500 árum fyrr. Orðin eru tæknilegs eðlis, eins og. Öxlar, Nöf, Félagar, Hjólbarðar, Pílárar og svo framvegis. Tæknileg orð gefa í skin að list sem hafði þessi hugtök hljóti að hafa verið til löngu fyrr en skrásetjarinn sem talar um þessa list. Núna gefa tæknileg hugtök til kynna að listin, sem bar slík hugtök, hljóti að hafa verið til áður en sá sem þetta ritar talar um listina, svo að ef við hikuðum við að segja frá því að hvenær vagnarnir voru höggnir og málaðir á veggi egypsku musteranna er okkur fullljóst að höfundarnir sem við nefnum, hafa haldið því fram. Móses notaði sama orð þegar hann lýsti hjólunum á griphliðinni sem var í keflinu mikla sem presturinn notaði, og Hómer, þegar hann lýsti vagni Júnó – gyðjunnar, sem var vagn hennar. Notaði sömu hugtök.

Mynd 2. Grískur vagn

,,Við lesum í fimmtu bók um Iliad: „Hinn ógurlega Júnó leiddi út hina gullslegnu hesta en Heba festi hjólin á járnása vagnlestarinnar. Á hjólunum voru átta pílárar, og hjólin voru úr gulli, og hjólbarðarnir á þeim voru festir með ósveigjanlegum hjólbörðum. Sætið var úr gulli, fest upp á snúru úr silfri. En tungan ( dráttarstöngin) var úr silfri. Á enda stangarinnar var fest gullok og gullin taumur.

Mynd 3. Rómverskur vagn

Þessir vagnar voru venjulega kringlóttar ofan frá séð eða meira svona eins og skeifa í laginu. Hliðarnar lækkuðu aftur, aftur hluti opinn aftur úr, botninn nálægt jörðu svo auðveldara væri að ganga um vagninn. Hjólin sérstaklega egypsku voru lág eða frá 76,2. Sentimetrar eða til 99,06. Sentimetrar á hæð. Grindarverk vagnsins var oftast opið en stundum lokað með leður skinnum eða tág ofið á milli eins og tákörfur. Tungan (dráttarstöngin) var staðsett neðst eða undir botn grindinni og bogadregin upp í herðahæð dráttardýranna, Hesta eða Uxa þar sem þverstykki var á stönginni sem aftur var svo tengd aktygjum sem voru um háls Hestanna og horn Uxanna. Viðbót við þetta kláruðu svo heildarmyndina. Sumir hestar voru tengdir við tunguna með járn stöng og hnúða á hvorum enda sem gengu í gegn um hringa á enda tungunnar svo upp og gegn um hring á baki hestsins. Þessi búnaður var mjög svipaður ferhyrningslaga notuð nú á tímum (1877). Búnaður sem gaf meiri hreyfingu á dráttardýrin en sá fyrri.

Útfærsla af aktygjum sem talað er um ofan við myndina

Yfirbygging þessara vagna í Egyptalandi að minnsta kosti voru mjög litlar eða smáar, venjulega rúmuðu þær tvær persónur sem stóðu samsíða. Ótrúlegt að þessir vagnar hefðu verið mikið notaðir vegna smæðar sinnar og lágrar hæðar hjólanna sem gætu hafa stöðvast á næstum hverri smá hindrun sem á vegi varð. Svo voru vagnarnir svo nálægt jörðu að þeir voru mun útsettari en ella fyrir drullu og jarðvegi. Samt sem áður voru vagnarnir notaðir í stórum stíl. Þeir voru mjög léttir og gátu farið geyst, nálega eins hratt og hestarnir gátu. Vagnarnir voru mjóir og hentuðu því vel mjóum stígum fjallanna og þröngum götum bæja og borga aðeins 121.92 sentimetrar á breidd. Þeir hentuðu tímabili og fólkinu ásamt notkunargildi sínu í tæp 2000 ár. Að sögn Hómers gat sterkur maður tekið vagn á herða sér og borið á brott. Hugsanlega án hjóla en samt hafa vagnarnir ekki verið þyngri en hjólbörum nútímans (1877). Frá Egyptalandi breiddist notkun þeirra út til annarra landa og þeir voru notaðir sem stríðsvagnar í stórum stíl á víðáttu miklum sléttum Asíu. Við lásum um 900 vagna Jabin konungs Sýrlands og 1000 frá konunginum af Zobah. Salomon hafði undir höndum 1400 vagna og kaupmenn hans sáu Norður Sýrlandi ásamt umlykjandi löndum fyrir vögnum sem sóttir voru til Egyptalands, keyptir fyrir 600 sekels eða £50 stykkið (1877). Þessir kaupmenn voru ekki meðal þeirra síðustu til að fóðra vasa sína vegna föðurlandsástar og sáu þjóð sem gæti orðið þeirra land óvinur með vel vopnuðu stríði.

Rockaway með 1/4 aukaplássi #113Rockaway með 1/4 aukaplássi #113

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.

Langferða leigu vagn #111Langferða leigu vagn #111

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn til leigu. Er vandaður að sjá og hefur líklega verið það. Vagninn er byggður á körfu. Það er bogadregna sláin undir yfirbyggingunni milli öxla. Afturdraganlegur toppur. Sjá streng efst aftan á yfirbyggingunni. Hlíf er að framan ljósker eru og töluvert af skrauti og útskurði. S-skraut á aftari hliðum ofarlega eða ornament. Vagninn er búinn Sarven nöfum sem voru nýjung á þessum tíma. Virðist vera mjög vandaður vagn hér á ferð, Listaverk. Bremsur ekki sjáanlegar.

Fjölskyldu langferðavagninn #105Fjölskyldu langferðavagninn #105

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!

Milord #2Milord #2

0 Comments

Milord til sölu í Póllandi. Engar upplýsingar en samt heillegur gripur og vel uppgeranlegur!








Síams Pæeton #1Síams Pæeton #1

0 Comments

Ingenhoes-De Bilt Er þrykkt á hjólkoppanna og er skapari vagnsins í Hollandi!













Ekki amalegur sæti til ferðalaga. Svo eru sessurnar lausar til þrifa. Bara losa beltin sem halda þeim.

Brett #1Brett #1

0 Comments

Brett er mjög sjaldgæfur og hreint ævintýri að finna þá gerð hvar sem er í heiminum!


Teikning frá nítjándu öld af Brett svona til hliðsjónar myndunum hér fyrir neðan.

Mikil vinna ef taka á þennan sjaldgæfa grip til endurbóta. En það væri samt verðugt verkefni. Fundinn sennilega nýlega í hlöðu eða úti húsi. Þetta hefði ég haldið að væri mjög sjaldgæfur vagn í nútímanum en það var töluvert mikið af þeim á Vagna öldum. Brett mun þessi gerð heita ef mér skjöplast ekki. Líklega er hann dýr í innkaupi í núverandi mynd en samt betra að kaupa hann en smíða samkvæmt íslensku verðlagi. Vinnan of dýr. Til Samanburðar er gömul teikning frá nítjándu öld af Brett hestvagni. Þeir voru stórir sport vagnar fyrir þá ríku á vagna öldum. Hér er um dýrgrip að ræða!

Hér þarf nýtt húdd! Aurbrettin eru á sínum stað.

Vandaður fjaðrabúnaður sem þarf að hreinsa og mála til fyrra útlits!

Hjólkopparnir hafa áletrun skapara síns trúlega en það var venjan!

Allt járnverk er vandað í upphafi sem auðveldar að hreinsa það og koma í fyrra horf!

Buneos Aires og heiti smiðsins!

Vandað og aftur vandað!

Það sem eftir er af þessari bólstrun sýnir að vandaður hugur og hönd hefur verið lögð í verkið!

Armhvíla, uppstig og festingar fyrir lampa. Yfirbyggingin er frekar löng og töluvert í hana lagt bæði í vinnu og efni!

Undirhlaup fyrir framhjólasamstæðuna, litlar og sætar hurðar og vönduð uppstig smíðuð eins og rist svo skíturinn falli til jarðar þegar skafið var af botni skóbúnaði. Veitti ekki af því fyrir 150 árum var mikið um drullu á vegum og strætum.

Cut Under Runnabout #1Cut Under Runnabout #1

0 Comments

Skorin undir, Nýmáluð og bólstruð!


Topp ástand
Nýmálaður og bólstraður. Er með skiptisæti/bráðabrygðasæti. Lampar og yfirbreiðsla innifalin verð $5500.
Ef við horfum vel sjáum við ,,Undirskurð” (cut under) undir Kúsksætinu sem hleypir framhjólunum undir vagninn við krappar beygjur. Staðsett í Scottsville, New York

Heimild: Mynd fengin að láni frá Carriages for sale and wanted north America only Facebook

Ekki er minnst á smíðaár eða aldur.


Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak


Fallegur Stevenson frá Lemington Veiði -hundavagn. Hentar hvort sem er einum eða pari, tekur upp í 15 veiðihunda. Er með dráttarstöng og svanahálsasköftum Smíðaður nálægt 1900.
Dökkgrænn. Tilbúinn til keppni. Létt og fínn, hentar bæði smáhestum og venjulegum hestum í Englandi. Hjól frá Warner. Sýningarvagn undanfarin þrjú tímabil í ,,Private Driving & Attelege” klúbbinum. Fínir lampar. Verð £ 6000.








Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!


Surrey, ekki talað um aldur, lítið notaður. Vandaður vagn í alla staði.

Surrey vagnar eru hurða lausir fjögra hjóla, vinsælir í USA á 19 og 20 öldinni. Venjulega tveggja sæta fyrir fjóra farþega. Surrey var með nokkrar mismunandi gerðir af blæjum/húddum segl eða Parsol (notað í regnhlífar) oft með kögri. Sætahefð þessarar gerðar voru með renndum pílárum í baki oftast bólstruð sæti. Nafnið er komið frá Surrey á Englandi.

Heimild: Wikipedia