Tag: tveggja hjóla vagn

Útskýringar á nafngiftum Rómverskra vagnaÚtskýringar á nafngiftum Rómverskra vagna

0 Comments

Ýmsir ferðamátar um Róm til forna


Ferðamáti og gerð farartækisVegalengd á dag
(mílur/dagur)
LýsingAðal notkun
Fótgangandi12 – 16Manna fætur.Askonar
Burðarstóll1-3Sex þrælar báru sem nam umhverfis þorpNotað til stuttra ferða.
Hestur30-35Hestur.Flutningur á 1 til 2 manneskjum.
Plaustrum10 – 15Efni tré. Ekki hús. Tvö eða fjögur þykk og sterk hjól. Hliðar eða ekki hliðar. Tveir uxar draga.Þungaflutningar.
Essedum25-30Lítill vagn án topps lokaður að framan, fyrir tvo farþega standandi. Dreginn af einum hesti eða múldýri eða mörgum.Flutningur á manneskjum (líka stundum frakt).
Cisium25-30Topplaus sæti fyrir sitjandi farþega. Tvö hjól. Dregin af einum eða tveimur hestum eða múldýri. Leigu Kúskar.Flutningur á manneskjum
Raeda20-25Topplaus eða klæði. Mörg sæti fyrir fjölda farþega. Fjögur hjól. Dreginn af mörgum Uxum, múldýrum eða hestum. Ekinn af Kúski, Langferðavagnstjóra eða vagnstjóra.Flutningur á manneskjum
Carpentum20-25Bogalaga toppur úr trjáviði. Fjögur hjól. Dreginn af hestum eða múldýrum.Flutningur á einni ríkri manneskju.
Carruca20-25Bogalaga toppur úr trjávið. Fjögur hjól. Hestar og múldýr draga oftast tvö.Flutningur á tveimur ríkum manneskjum
Cursus clabularis20-25Toppur úr klæði. Fjögur hjól. Dregin af Uxum, múldýrum eða hestum.Flutningur á herbúnaði.

Til umhugsunar: Mörkin sem eru tilgreind hér að ofan fara eftir tegund, ástandi og fjölda uxa, hesta, múldýra sem eru notuð hverju sinni; veðri, gerðar landslags og öðrum þáttum. Þetta einungis gróft mat.

Athyglisverðar staðreyndir um rómverska vagna. Ökutækjum var bannað að aka til flestra stórborga Róma og nágrennis á daginn. Rómverskir vagnar voru með járnhjólum og hávaðasamir. Cisium var ígildi leigubíla okkar tíma og Kúskurinn tók fargjaldið. Langferðalög voru vægast sagt lýjandi.

Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Írski hliðarsæta vagninn #1Írski hliðarsæta vagninn #1

0 Comments

Lýsing Hliðarsæta vagnsins írska á frummálinu Irish outsite car


Írski hliðarsæta vagninn. Bianconi hannaði þennan vagn. The Irish Outsite car

Ef einn vagn ætti að vera fulltrúi eins lands. Væri það án efa þessi einstaki og vel hannaði tveggja hjóla vagn á myndinni. Fallegur vagn sem verðskuldar réttan titil. Írski vagninn með hliðarsætin. Vagn sem
sameinar bæði einkavagn og leiguvagn. Í þessu tilviki getur Kúskurinn setið til hliðar og snúið fram á ská. Til að bjóða fjórum farþegum far mætti hafa framvísandi sæti á miðju fremst og vagnasmiðir gætu útbúið
afturvísandi sæti að aftan fyrir þjónustufólkið. Vagnar til prívat notkunar voru yfirleitt alltaf betur frágengnir en leiguvagnar með leður hlíf framan, vandaðra áklæði í bólstruðum sætum, rafhúðuðu járnverki og lömpum.

Málsetningar hliðarsæta vagnsins

Heildarlengd með dráttarsköftum 9 fet og 7 tommur = 2,956.56 sentimetrar
Heildarbreidd með uppstigum 6 fet og 10 tommur = 1,859.28 sentimetrar
Heildarhæð 4 fet og 11 tommur = 1,252.728 sentimetrar
Hæð hjóla 3 fet og 0 tommur = 0,914.4 sentimetrar
Lengd fjaðra 4 fet og 0 tommur = 1,219.2 sentimetrar
Sporvídd 3 fet og 9 tommur = 1,188.72 sentimetrar


Önnur hönnun eða gerð sem var af írskri gerð var Póstvagn kynntur af Bianconi. Sá vagn var verulega stækkuð gerð af hliðarsæta vagninum og fjögra hjóla vagn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: yfirlestur.is

Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2

0 Comments

Grein eftir EIICHI MIYASHIRO/ eldri staff rithöfundur

30 Oktober 2019 Þýðing og skrásetning Friðrik Kjartansson Október 2022.


Vísindamenn hafa staðfest að vagn sem fannst í gröf Tútankhamons í Egyptalandi hafi upphaflega verið útbúinn sólskýli, sem gerir hann að elsta núverandi hestvagni með tjaldhiminn. Tveggja hjóla vagninn, sem er frá 14. öld f.Kr., var grafinn upp við gröfina sem oft er nefnd „stærsta fornleifaafrek 20. aldarinnar,“ þar sem gull gríma konungs fannst árið 1922. Vagninn, sem var ekki hannaður fyrir hernað, bar líklega Tútankhamun konung og Ankhesenamun drottningu við athafnir og skrúðgöngur,“ sagði Nozomu Kawai, Egyptalandsprófessor við Kanazawa háskólann. Fundurinn var í sameiningu af teymi Kawai og Grand Egyptian Museum (GEM), sem mun opna í úthverfi Kaíró á næsta ári. Teymið ber ábyrgð á viðgerð og varðveislu safns Tutankhamons í aðdraganda sýningar þeirra á GEM, með aðstoð Alþjóðasamvinnustofnunarinnar í Japan. ,,Tjaldhiminninn til að loka fyrir sólarljósið gegndi lykilhlutverki í að auka enn frekar vald konungsins sem var fulltrúi sólguðsins,“ sagði Kawai. Samkvæmt Kawai sýnir musteris veggmynd frá tímum Ramesses II, sem var virkur 100 árum eftir Tutankhamun, vagn með tjaldhiminn, en nýjasta uppgötvunin þýðir að slík tegund farartækis var til miklu fyrr. Vagninn og tjaldhiminn, báðir úr viði, voru lengi vel ekki tengdir. Vegna þess að þeir voru grafnir upp í sinn í hvoru lagi. En kanadíski fornleifafræðingurinn Edwin C. Brock benti á í blaði sem gefið var út árið 2012 á möguleikann á því að seglið gæti passað á farartækið. Talið er að tveir hestar hafi dregið gull húðaða farartækið sem kom til að vera einn af sex vögnum sem grafnir voru upp. Hann er með farþegarými sem er 1,02 metrar á breidd og 44 sentímetrar á lengd. Ef dráttar pósturinn að framan er innifalin er ökutækið 2,03 metrar að lengd. Tjaldið er 98 cm á breidd, 44 cm á lengd og 2,01 metri á hæð. Hægt er að brjóta saman 28 rimlar sem standa út frá trapisulaga rammanum og er talið að ramminn hafi verið þakinn hör. Könnun rannsóknarhópsins leiddi í ljós að fjögur göt á ytri hlið botns vagnsins eru raðað eins og stöngunum fjórum sem halda uppi seglinu. Teymið komst að þeirri niðurstöðu að sól hlífin hafi upphaflega verið sett á vagninn.

Governess vagn #1Governess vagn #1

0 Comments

Gullfalleg!

Húsfrúin, Húsmóðir eða Hússtýran mættu kannski þýða á íslensku. En líklega væri Forstöðukonan næst enska heitinu. Allar tillögur eru vel þegnar kæru lesendur! Þvi miður er smíðaár ekki vitað.
Rafpóstur: [email protected] og svo má skrá sig inn á bloggið hér fyrir neðan og mæli ég eindregið með því til að fá líflega umræðu!

Dásamlega fallega handverk. Yfirbyggingin ásamt sætisbökunum beygð í gufu ásamt dráttarkjálkunum og aurbrettunum. Sennilega er þessi fallegi vagn úr Aski. Neðarlega að framan á hvoru horni eru svo hulsur fyrir lampana/ljósin. Engar bremsur eru á vagninum.

Það er hugsað fyrir öllu sem þarf. Hylki upp úr miðju aurbrettinu fyrir svipuna svo Þessi smekklega grind sem taum -hvíla.

Snyrtilega og vel bólstrað, svo er valið á klæðinu fyrsta flokks með tilliti til enska upprunans og tískunnar á blómatíma vagnsins..

Ef við lítum á undirvagninn þá sjáum við að bæði öxullinn og gólfið er niðurfellt ásamt því að fjaðrirnar eru látnar taka hærra á undir yfirbyggingunni. Þetta er svona hannað til að auðveldara sé að ganga út og inn í vagninn.

Uppgerð af Charles F. Detrick
Heimildir: Myndir fengnar að láni á Carriages for sale and wanted north america only hópur Facebook.
Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson
Próförk: yfirlestur.is

Kalk flutningavagn #2Kalk flutningavagn #2

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1 burðaþol 25 cwt Verð £ 1515
No 2 burðarþol 30 cwt verð £ 1616
Frá vefsíðueiganda: ef rýnt er í teikninguna má sjá eitthvað sem líkist ,,diskabremsum”!
Dráttarsköftin fyrir hestanna eru undir yfirbyggingunni. Engar fjaðrir eru undir vagninum.

Sendiferðavagn frá Thomas Stell!Sendiferðavagn frá Thomas Stell!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/89701830_10220689633177981_525350091725209600_o-3.jpg

Verð £3600

Kemur með hágæða lömpum. Bremsur ekki sjáanlegar, braket á þaki fyrir auglýsingu, uppstig, hlíf framan (dash), öxulinn niðurtekin til að fá lægri hleðsluhæð, fjaðrir langsum og yfirbygging skreytt með útskurði.

Heimild: Thomas Stell sölubæklingur frá 1909

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir

Fyrstu vagnarnir tilvitnun í GenesisFyrstu vagnarnir tilvitnun í Genesis

0 Comments

Í Genesis er fjallað um fjölskyldu Jakobs sem var send til hans í vagni. Josep var um borð í öðrum vagni Pharaoh sem er merki um hollustu. Á tíma landflóttans, stríðsvagnar voru með í að skapa mikilvægan part af her Egyptalands sem sannarlega ók með mörg ættarveldi, og samfelld frásögn af notkun þeirra.

Heimild: Carriages & coaches: their history & their evolution bls. 21 svo er vísað í fætur á blaðsíðunni: 1. Tilvitnun: Þeir höfðu líka farangurs vagna (baggage-carts) í laginu eins og tveggja hjóla vagn. Ein af þeim leit út fyrir að hafa há hjól með sex pílárum og kúpt þak. Fyrir framan kassann er lágt sæti, sem er á nokkurs konar útdraganlegum pósti. Tilvitnun endar.

Frumstæður egypskur sleði, með fyrstu farkostunum. Heimildir. The World on Wheels 1878.
Egypskur sleði eða vagn með þeim fyrstu af frumstæðum farartækjum. Heimild: The World on Wheels 1878.
Egyptiskur vagn eða sleði á trékeflum. Búið að höggva skera úr fals eða niðurfellingu svo sívalningarnir haldist frekar undir. Heimild: The World on Wheels 1878 ( Aristotle´s Syctalæ (Æ ið virðist hljóðbreytast yfir í E ) er einhvers konar dulmáls eða stafa sívalningur sem Spartverjar og Grikkir notuðu 398-358 F.Kr í hernaðarlegum tilgangi og er hægt að fræðast um hér https://en.wikipedia.org/wiki/Conspiracy_of_Cinadon )
Frumstæðustu vagnar sem teikningar eru til af. Grófhogginn trjábolur með því elsta frá Egyptum. Heimild: The Project Gutenberg
Næsta stig í hestvögnum að öllum líkindum. Tveir pílárar, önnur útgáfan frá Egyptum, næst elst. Heimild: The Project Gutenberg
Egypskur farangursvagn með sex pílárum en þá er hann nær okkur í tíma því færri pílára því eldri Heimild: The World on Wheels 1878.

Þriðja stigið í hestvögnum að öllum líkindum. Með átta pílárum nær í okkar tíma frá Egyptum. Heimild: The Project Gutenberg

Þýðing og skrásetning Friðrik

Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir