Tag: thomas stell

Bænda vagn #1Bænda vagn #1

0 Comments


Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn fyrir bóndann. Smíðuð úr harðviði sem er vottaður að er hogginn á mesta vaxtar tímanum. Vagninn er með rekka fram á sem sést á teikningunni, sem hjálpar til að halda yfirbyggingunni í fyrir fram ákveðnum halla til að dreifa mykjunni á túnin. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og 4 tommu
hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur ekki sjáanlegar og engar fjaðrir. Hjólin eru með kopar- koppum til að smyrja og vagninn er vel málaður. Engar fjaðrir eru undir vagninum. Verð £ 1710. Kemur með öllum þeim hlutum sem teikningin sýnir.

Kola flutninga vagn verktakansKola flutninga vagn verktakans

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Skjólborðin eru hækkanleg eða lækkanleg með viðbót ofan á grunnskjólborðin svo hægt væri að taka meira af kolum.


Ef vel er skoðað í teikninguna má sjá diskabremsur eða eitthvað sem þeim líkist, sem hljóta að hafa verið nýstárlegar 1909 Bremsur eru innifaldar. Samt sem áður get ég ekki tekið ábyrgð á að þetta séu bremsur!

Kalk flutningavagn #2Kalk flutningavagn #2

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

No 1 burðaþol 25 cwt Verð £ 1515
No 2 burðarþol 30 cwt verð £ 1616
Frá vefsíðueiganda: ef rýnt er í teikninguna má sjá eitthvað sem líkist ,,diskabremsum”!
Dráttarsköftin fyrir hestanna eru undir yfirbyggingunni. Engar fjaðrir eru undir vagninum.

Búslóða fluttninga vagn!Búslóða fluttninga vagn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


No 1. 1- Stærð yfirbyggingar 353,68 m x 170,7 m Verð £ 5500
No 2. 2- Stærð yfirbyggingar 396,24 m x 182,88 m Verð £ 6400
No 3. 3- Stærð yfirbyggingar 445,08 m x 211,68 m Verð £ 7200
No 4. 4- Stærð yfirbyggingar 487,68 m x 213,12 m Verð £ 8000
Með bremsum og fjöðrum.
Skaft fyrir tvo hesta er innifalið í verði

Konfekt vagninn!Konfekt vagninn!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Verð £ 3810
Sendiferðavagn sem flutti sælgæti og gotterí líklega líka konfekt annað hvort í búðirnar eða til almennings.
Útbúinn með Lömpum og letur útfært í listrænum stíl úr gæða enskri gyllingu. Góð uppstig, vönduð hlíf framan við kúskinn, fjaðrir þrjár, ein þversum aftan tengd við enda beggja langsum fjaðranna og falleg skreyting í þaki yfir kúskinum og neðarlega á miðri hlið.
Stærð yfirbyggingar: Lengd 152,4 cm x breidd 1097.28 cm x hæð 121,92cm

Handvagn léttur #1Handvagn léttur #1

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/01/IMG_20200117_0001-2-1.jpg
Verð £450.-
Léttur handvagn þýðir það að fjaðrinar voru linari/mýkri en á sterkari vagninum sem er næst í stærðarröðinni. Bremsur ekki sjáanlegar.
Heimild: Thomas Stell sölubæklingur frá 1909

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir

Sendiferðavagn frá Thomas Stell!Sendiferðavagn frá Thomas Stell!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/89701830_10220689633177981_525350091725209600_o-3.jpg

Verð £3600

Kemur með hágæða lömpum. Bremsur ekki sjáanlegar, braket á þaki fyrir auglýsingu, uppstig, hlíf framan (dash), öxulinn niðurtekin til að fá lægri hleðsluhæð, fjaðrir langsum og yfirbygging skreytt með útskurði.

Heimild: Thomas Stell sölubæklingur frá 1909

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir