Tag: svanaháls

Pæton í sérflokki sýningareintak #1Pæton í sérflokki sýningareintak #1

0 Comments

Unnið til margra meistaratitla!


Sýninga eintak Pæton smíðaður af Mills frá Paddington um 1900. Þessi fallegi og vel þekkti vagn hefur unnið til margra meistaratititla. Gæða eintak með dráttarskafti og álfaháls.
Tilbúinn í að fara sýningarhring. Ekki rugla saman nútíma eftirgerðum.

Svanaháls dráttarsköftin og dráttarskaft (tunga). Einning er þarna stykkið sem festast á við járnverkið að framan svo hægt sé að tengja Tvítréð við þegar tungan er notuð. Ef þið horfið vel þá sjást 4 uppstings bólur/stig ofan á stykkinu. Takið eftir snyrtilegu uppstiginu á Nafi framhjólsins. Svona gera ekki nema bestu vagnasmiðirnir.

Svo eru náttúrlega uppstig í aftursætið ef vel er að gáð.

Einstaklega vandað járnverk og bremsubúnaðurinn nettur en samt sterklegur.

Annað dæmi um vandað járnverk. Fimmtahjólið, býður af sér styrkleika og góðan frágang.

Heiti vagnhluta í létt vagniHeiti vagnhluta í létt vagni

0 Comments

Heimildir: John Deere Buggies and Wagon eftir Ralph C. Hughes


https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2021/01/Lettvagn-heiti-vagnhluta-1.jpg
Skýringamynd heiti vagnhluta sem gæti gert þig að létt – vagns sérfræðing. Lærðu bar öll partanöfn létt vagnsins. Létta- vagnar og vagnar höfðu lítið sameiginlegt. Létta- kerran var byggð með hraða í huga en vagninn byggður fyrir styrk og notkunargildi. Létta-vagnar voru byggðir í stíl þæginda og tísku yfirstandandi tímabils líkt og sportbílar nútímans. Smellið á myndirnar hér að neðan til að stækka!

Partaheiti í fremri hluta topps efri hluti

Partheiti í aftari hluta topps efri hluti

Partaheiti miðhluti framan

Partaheiti í miðhluta aftan

Partaheiti neðri hluti framan

Partaheiti í neðri hluta aftan