Tag: niðurfelldur öxull

Búslóðarflutninga vagninn #2Búslóðarflutninga vagninn #2

0 Comments

Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu


Búferla flutninga vagn.

Húsgagnaflutninga vagninn voru smíðaðir í þremur stærðum sem kalla mætti litlar, meðalstór og stórir. Voru á milli 12 til 18 fet að lengd. Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu til að geta
rúmar sem mest af húsgögnum og öðrum hlutum heimilis. Boga þakið skilar regnvatninu hratt af þakinu. Aðgengið að vagnrýminu var haft eins gott og hægt var með stórum hurðum hliðarhengdum að aftan. Kúsksætið var staðsett venjulega fremst hátt uppi og stundum bókstaflega á þakinu. Í viðleitni til að nýta sem best 7 feta breiðan kassann voru hjólin höfð það lítil að hæð þeirra var neðan við gólflínu yfirbyggingar. Ef stór hjól voru aftan var boga dregin innfelling tekin rúmlega fyrir hjólin inn í hliðarnar. Þessir boga hjólaskálar þurfa bara að vera fimm tommur inn í hliðina svo lítið af innra rými flutningakassans var lítið skert.


Áður framkomnir búferlaflutningavagnar höfðu flatt gólf en eftir að Purdy kynnti sina hönnun sem var niðurfellt gólf alla leið frá um miðju vagnsins og aftur úr og notaði niðurfelldan öxul til að framkvæma það tóku margir þessa hönnun til notkunar. Vegna risastórra flata á hliðum og bakhlið máluðu eða létu eigendurnir mála auglýsingar á alla fleti. Heimilsfang, fyrirtækisnafn, svæði þjónustunnar og allt annað sem hver og einn eigandi vagnanna ákvað. Ólíkt í nútímanum þar sem stórir fletir eru hafðir auðir en lógó sem lítið segir í raun. Allar þessar áritanir litu út eins og ferðabæklingar sem í leiðinni voru framlag listamanna til auglýsingar á handverki sýnu sem var svo aftur auglýsing.

Ekki endaði þetta þó þarna. Margir vagnar voru með efnismikil borð boltuð á þakbrúnir yfirbygginga vagna sinna og þá var hægt að taka auka kassa eða annan farangur upp á þak. Oft voru auglýsingarnar klisjur, dæmi. Flytjum alla hluti, vegalengd skiptir ekki máli, útibú í öllum stærri bæjum. Sérstakt var að sjá suma vagnanna með heilu málverkunum á hliðinni, oft túlkuðu málverkin flutningsakstur um sveitir þar sem húsbúnaðurinn var hamingjusamur að fá nýtt heimili.

Þegar járnbrautirnar komu tóku þær rjómann af hestvagnaflutningum og vagnarnir voru bundnir niður á járnbrautar vagna með reipum kvíslast lengri leiðir en hægt hefði verið að fara með hestvagna teymi. Upphaflega var þetta sparnaðarhugmynd sem var aftur hagstæð járnbrautarfélögum í að samræmt vega-/járnbrautarkerfi svo fremi að flutningavagnarnir væru innan hleðslu áætlunar. Við skulum snúa okkur aftur að flutninga vögnunum og málum.

Meðalstór búferlaflutningavagn

Heildarlengd 16 fet = 4,87.68 metrar
Heildarbreidd yfirbyggingar 6 fet og 8 tommur = 2,072.64 metrar
Niðurfellingin á gólfinu lengd 9 fet og 8 tommur og breidd 4 fet og 8 tommur = 1,463.04 metrar
Hæð framhjóla 2 fet og 8 tommur = 0,853.44 metrar
Hæð afturhjóla 4 fet og 2 tommur = 1,280.16 metrar
Fjaðrir framan 3 fet og 8 tommur = 1,158.24 metrar
Fjaðrir aftan 3 fet og 4 tommur = 1,158.24 metra
Afturöxull niðurfelldur um 1 fet og 5 tommur = 0,548.64 metrar
Þakið með radíusinn 8 tommur = 0,20.32 metrar
Þakborðin voru í 1. feta hæð = 0,30.48 metrar
Bakhliðinni er lokað með tvöfaldri hurð sem er hliðarhengd. Þar fyrir neðan er hleri sem lokaði niður fellingunni. Lamirnar hengdar í gólfbotn á niðurfellingunni. Að vissu marki var niður fellingar hlerinn notaður sem rampur til að auðvelda vinnuna við að afferma eða ferma koffort eða koffort með skúffum, fataskápa og mörgu fleiru. Hlutir sem var nægilega varið fyrir veðrum og vindi fór upp á þak og var bundið niður með reipum.

Að mörgu leyti má rekja hagnýtingu þessara búferlaflutninga vagna til þess að þeir úreltust fyrir mörgum árum. Með tilkomu eimreiðanna fæddist nýr líftími vagnanna. Oft voru þeir dregnir tveir til þrír í einu með
gufu eða bensínvél og eigendur vagnanna varð ljóst að þeir gætu nýtt gömlu búferlaflutninga hestvagnanna sína með tilkomu dráttarvélanna. Vagnarnir luku oft líftíma sínum á gúmmíhjólbörðum loftfylltum dregnir sem tengivagnar aftan í Leyland, Dennis eða Saurer bensín bílsins á öðrum áratug tuttugustu aldar.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: yfirlestur.is

Governess vagn #1Governess vagn #1

0 Comments

Gullfalleg!

Húsfrúin, Húsmóðir eða Hússtýran mættu kannski þýða á íslensku. En líklega væri Forstöðukonan næst enska heitinu. Allar tillögur eru vel þegnar kæru lesendur! Þvi miður er smíðaár ekki vitað.
Rafpóstur: [email protected] og svo má skrá sig inn á bloggið hér fyrir neðan og mæli ég eindregið með því til að fá líflega umræðu!

Dásamlega fallega handverk. Yfirbyggingin ásamt sætisbökunum beygð í gufu ásamt dráttarkjálkunum og aurbrettunum. Sennilega er þessi fallegi vagn úr Aski. Neðarlega að framan á hvoru horni eru svo hulsur fyrir lampana/ljósin. Engar bremsur eru á vagninum.

Það er hugsað fyrir öllu sem þarf. Hylki upp úr miðju aurbrettinu fyrir svipuna svo Þessi smekklega grind sem taum -hvíla.

Snyrtilega og vel bólstrað, svo er valið á klæðinu fyrsta flokks með tilliti til enska upprunans og tískunnar á blómatíma vagnsins..

Ef við lítum á undirvagninn þá sjáum við að bæði öxullinn og gólfið er niðurfellt ásamt því að fjaðrirnar eru látnar taka hærra á undir yfirbyggingunni. Þetta er svona hannað til að auðveldara sé að ganga út og inn í vagninn.

Uppgerð af Charles F. Detrick
Heimildir: Myndir fengnar að láni á Carriages for sale and wanted north america only hópur Facebook.
Skráning og þýðing: Friðrik Kjartansson
Próförk: yfirlestur.is

Sendiferðavagn frá Thomas Stell!Sendiferðavagn frá Thomas Stell!

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/89701830_10220689633177981_525350091725209600_o-3.jpg

Verð £3600

Kemur með hágæða lömpum. Bremsur ekki sjáanlegar, braket á þaki fyrir auglýsingu, uppstig, hlíf framan (dash), öxulinn niðurtekin til að fá lægri hleðsluhæð, fjaðrir langsum og yfirbygging skreytt með útskurði.

Heimild: Thomas Stell sölubæklingur frá 1909

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir