Tag: naf

Saga listar í vagn smíði 1 kafliSaga listar í vagn smíði 1 kafli

0 Comments

Viltu kannski sjá formálan fyrst

Hestvagnar á tímum Charles II

Þróun listarinnar að smíða hestvagna er svipuð þróun flestra uppfinninga hæg. Á ákveðnum tímapunkti er eins og sumt starti, Þróast svo aftur í stöðnun í langan tíma. Aðeins síðustu tvær aldir hefur vagnasmíði verið í góðu lagi sem list og hún er aðeins komin á tiltölulega fullkomna braut á núverandi öld. Sama má ef til vill segja um aðrar uppfinningar. Pendul klukkur voru uppfundnar um 1260. Pappír var búinn til úr gömlum tuskum um 1250. byssupúður verður rakið aftur til 1330. Prentun verðmæta hjálparefnis til listar 1430. Klukkur eru fyrst smíðaðar í Englandi um 1500. Sást til fyrsta hestvagnsins í Englandi árið 1555. Fyrir þrjú hundruð og tuttugu árum.

Tafla yfir heiti, gerðir og notkunarsvið forn Rómverskra vagna!


https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2023/03/Saga-smidi-hestvagna-14.jpg
Mynd 1. Egypskur vagn

Saga langferðavagna ásamt öðrum vögnum er ekki jafn víðtæk og mannkyn. Ekki er hægt að rekja hana meðal allra þeirra þjóða sem eru komnar á áfangastað þróaðs stig siðmenningar. Forn Ameríka, sérstaklega siðmenntuð Mexiko, segir okkur ekki neitt. Frá Kína og Japan er nánast ekkert. Aðeins hluti Norður Afríku hefur eitthvað fram að leggja til sögu hjólsins. Við finnum þekkingu í Evrópu, Litla Asíu, Indland ásamt Vestur Evrópu. Saga vagnasmíðalistarinnar verður að skipta í fáein mörkuð tímabil. Fyrsta tímabilið endar með Rómar stjórn breytist úr stjórn ræðismanna í Keisarastjórn fyrir 2000 árum. Til þess tíma var breytileiki farartækja lítill. Annað tímabilið markast af sýndarþörf fyrir mikinn auð ásamt þrá eftir miklum lúxus. Tekin voru í notkun nokkur ný og stærri farartæki og mörg voru skreytt dýru skrauti. Þriðja tímabilið hefst með tilkomu farartækja sem eru hengd er á leðurólar og má telja að því ljúki um árið 1700 þegar vagnarnir hófu að taka á sig núverandi form, stærð og stíl. Þriðja tímabilið er þegar farartækin hengd á leðurólar og er lokið 1700. Þegar vagnarnir hófu Þróunarferli sitt að taka á sig núverandi form með tilkomu stálfjaðra. Fjórða tímabilið endaði um 1790. Langferðavagnar færðust í núverandi form, stærð og stíl. Fimmta tímabilið markast þegar vagnar voru nær eingöngu hengdir á sporöskjulaga stál fjaðrir. Þessi síðasta óvænta þróunaruppfinning skilaði mikilvægum árangri sem allir hafa áhuga á að nota vagna og langferðavagna smíði. Með tilkomu sporöskjulaga fjaðra minnkaði kostnaður smíða á vögnum búnum hjólum. Þyngdin þróaðist niður vegna minni efnisnotkunar ásamt vagnpartar urðu færri. Samtímis fjölgaði farartækjum mikið og þægindin ásamt viðurgjörningnum um borð óx. Við getum með sanni sagt þetta móti leiðina til eimreiðar eigi rétt á sér. Þróaðist úr sleða í hestvagn. Eðlilegt telst að setja byrði of þunga fyrir herðar okkar að bera að setja byrðarnar á grind sem sleða mætti kalla sem draga mætti á landi. Ekki þurfti mikla reynslu manns til að gera það kleift að sjá fyrir sér besta form sleða og til að undirstrika það fundust gögn um fyrsta sleðann höggvin sem skúlptúrar í veggi Hofs í Luxor í Thebes í Egyptalandi mjög svipaðan þeim sleðum sem ölgerðarmenn í London notuðu. Sleði er byggður upp af tveim trébitum langsum ásamt 5 bita þversum úr tré sem halda saman skíðunum ásamt því að mynda rými til flutninga. Sleðar í alla vega lögun og gerðum eru í notkun í löndum þar sem snjór er að jafnaði yfir vetrarmánuðina vegna þess að sleðar ganga betur í snjó en hjól við þær aðstæður. Inúítar og Lappar nota hærri meiða eða langtré undir sleðann. Meiri snjódýpt er við þeirra aðstæður. En ölgerðarmenn í London og Svisslendingar ásamt öðrum fjallabúum nota sleða til að flytja timbur og Hnausaþyrnir niður úr fjöllunum og fyrir hundrað árum þegar litlir vagnar voru ekki eins algengir í Englandi var venja að nota sleða til að flytja heim á bæinn nýslegið hey og knippi af hveiti. Í Norður Ameríku og Norður Evrópu eru sleðar af elegant hönnun á hverju ári. Í Hollandi og Belgíu eru sleðar notaðir allt árið. Manndregnir á götunum flytjandi kjöt, gænmeti og brauð. Egyptar eru í fararbroddi landa sem skilja eftir sig skráningu lista og framleiðslu sprottin úr menningarþróun. Egyptar gátu státað af snemma í veraldarsögunni byggingar samsettar úr risa steinum sem sleðar báru ásamt því að notaðir voru kefli undir sleðann eða steininn. Í fyrstu voru hjólin skífur sem söguð voru þversum úr trjábolnum sem svo voru rammlega festar á öxull. Hjólin snúast saman undir fyrstu vögnunum. Smærri vagnar eru smíðaðir með öxull sem snýst með hjólunum í Portugal, Spáni og Suður Ameríku. Fyrstu vagnarnir voru að best séð verður út búnir með dráttarpóst fyrir að minnsta kosti tvö dráttardýr spennt saman hlið við hlið fyrir vagninn. Það sem mælir gegn hjólum og öxli í heilu lagi eða föst saman er að erfitt er að snúa ökutæki í þröngum aðstæðum. Allir sem reyna að aka garðvaltara fyrir krappt horn geta sannfært sjálfan sig um þetta. Því að þótt ytri brún keflisins snúist/rúlli eðlilega, meðan innri brúnin rennur á yfirborðinu, þá ætti innri brúnin að snúast/rúlla sjálfstætt. Séð varð snemma í Egyptalandi að betra væri að hafa öxulinn fastan og leyfa hjólunum að snúast sjálfstætt hvort frá öðru. Hjólum búnir vagnar komu sennilega snemma inn í þróunina í Egyptalandi. Strax kallaðir Car eða Chariot. Biblían þýðir venjulega sem ,,Chariot”. Málverk og skúlptúrar á veggjum Hofanna þúsunda ára gamlir geta kennt okkur nákvæmt útlit vagnanna (the Chariots). Þeir eru okkur mjög hugleiknir, enda veitt æðstu leiðina til að flytja manninn Þúsundum saman fyrir Krist. Þessir vagnar voru líka til fyrirmyndar allra vagna þessara tíma. Við sjáum einstaka orð sem lýsa vögnunum bæði af Homer, sem var uppi fyrir Krist og Moses sem uppi var um 500 árum fyrr. Orðin eru tæknilegs eðlis, eins og. Öxlar, Nöf, Félagar, Hjólbarðar, Pílárar og svo framvegis. Tæknileg orð gefa í skin að list sem hafði þessi hugtök hljóti að hafa verið til löngu fyrr en skrásetjarinn sem talar um þessa list. Núna gefa tæknileg hugtök til kynna að listin, sem bar slík hugtök, hljóti að hafa verið til áður en sá sem þetta ritar talar um listina, svo að ef við hikuðum við að segja frá því að hvenær vagnarnir voru höggnir og málaðir á veggi egypsku musteranna er okkur fullljóst að höfundarnir sem við nefnum, hafa haldið því fram. Móses notaði sama orð þegar hann lýsti hjólunum á griphliðinni sem var í keflinu mikla sem presturinn notaði, og Hómer, þegar hann lýsti vagni Júnó – gyðjunnar, sem var vagn hennar. Notaði sömu hugtök.

Mynd 2. Grískur vagn

,,Við lesum í fimmtu bók um Iliad: „Hinn ógurlega Júnó leiddi út hina gullslegnu hesta en Heba festi hjólin á járnása vagnlestarinnar. Á hjólunum voru átta pílárar, og hjólin voru úr gulli, og hjólbarðarnir á þeim voru festir með ósveigjanlegum hjólbörðum. Sætið var úr gulli, fest upp á snúru úr silfri. En tungan ( dráttarstöngin) var úr silfri. Á enda stangarinnar var fest gullok og gullin taumur.

Mynd 3. Rómverskur vagn

Þessir vagnar voru venjulega kringlóttar ofan frá séð eða meira svona eins og skeifa í laginu. Hliðarnar lækkuðu aftur, aftur hluti opinn aftur úr, botninn nálægt jörðu svo auðveldara væri að ganga um vagninn. Hjólin sérstaklega egypsku voru lág eða frá 76,2. Sentimetrar eða til 99,06. Sentimetrar á hæð. Grindarverk vagnsins var oftast opið en stundum lokað með leður skinnum eða tág ofið á milli eins og tákörfur. Tungan (dráttarstöngin) var staðsett neðst eða undir botn grindinni og bogadregin upp í herðahæð dráttardýranna, Hesta eða Uxa þar sem þverstykki var á stönginni sem aftur var svo tengd aktygjum sem voru um háls Hestanna og horn Uxanna. Viðbót við þetta kláruðu svo heildarmyndina. Sumir hestar voru tengdir við tunguna með járn stöng og hnúða á hvorum enda sem gengu í gegn um hringa á enda tungunnar svo upp og gegn um hring á baki hestsins. Þessi búnaður var mjög svipaður ferhyrningslaga notuð nú á tímum (1877). Búnaður sem gaf meiri hreyfingu á dráttardýrin en sá fyrri.

Útfærsla af aktygjum sem talað er um ofan við myndina

Yfirbygging þessara vagna í Egyptalandi að minnsta kosti voru mjög litlar eða smáar, venjulega rúmuðu þær tvær persónur sem stóðu samsíða. Ótrúlegt að þessir vagnar hefðu verið mikið notaðir vegna smæðar sinnar og lágrar hæðar hjólanna sem gætu hafa stöðvast á næstum hverri smá hindrun sem á vegi varð. Svo voru vagnarnir svo nálægt jörðu að þeir voru mun útsettari en ella fyrir drullu og jarðvegi. Samt sem áður voru vagnarnir notaðir í stórum stíl. Þeir voru mjög léttir og gátu farið geyst, nálega eins hratt og hestarnir gátu. Vagnarnir voru mjóir og hentuðu því vel mjóum stígum fjallanna og þröngum götum bæja og borga aðeins 121.92 sentimetrar á breidd. Þeir hentuðu tímabili og fólkinu ásamt notkunargildi sínu í tæp 2000 ár. Að sögn Hómers gat sterkur maður tekið vagn á herða sér og borið á brott. Hugsanlega án hjóla en samt hafa vagnarnir ekki verið þyngri en hjólbörum nútímans (1877). Frá Egyptalandi breiddist notkun þeirra út til annarra landa og þeir voru notaðir sem stríðsvagnar í stórum stíl á víðáttu miklum sléttum Asíu. Við lásum um 900 vagna Jabin konungs Sýrlands og 1000 frá konunginum af Zobah. Salomon hafði undir höndum 1400 vagna og kaupmenn hans sáu Norður Sýrlandi ásamt umlykjandi löndum fyrir vögnum sem sóttir voru til Egyptalands, keyptir fyrir 600 sekels eða £50 stykkið (1877). Þessir kaupmenn voru ekki meðal þeirra síðustu til að fóðra vasa sína vegna föðurlandsástar og sáu þjóð sem gæti orðið þeirra land óvinur með vel vopnuðu stríði.

Pæton í sérflokki sýningareintak #1Pæton í sérflokki sýningareintak #1

0 Comments

Unnið til margra meistaratitla!


Sýninga eintak Pæton smíðaður af Mills frá Paddington um 1900. Þessi fallegi og vel þekkti vagn hefur unnið til margra meistaratititla. Gæða eintak með dráttarskafti og álfaháls.
Tilbúinn í að fara sýningarhring. Ekki rugla saman nútíma eftirgerðum.

Svanaháls dráttarsköftin og dráttarskaft (tunga). Einning er þarna stykkið sem festast á við járnverkið að framan svo hægt sé að tengja Tvítréð við þegar tungan er notuð. Ef þið horfið vel þá sjást 4 uppstings bólur/stig ofan á stykkinu. Takið eftir snyrtilegu uppstiginu á Nafi framhjólsins. Svona gera ekki nema bestu vagnasmiðirnir.

Svo eru náttúrlega uppstig í aftursætið ef vel er að gáð.

Einstaklega vandað járnverk og bremsubúnaðurinn nettur en samt sterklegur.

Annað dæmi um vandað járnverk. Fimmtahjólið, býður af sér styrkleika og góðan frágang.

Vagn -kerra #1Vagn -kerra #1

0 Comments

Ný uppgerð Rauð og eiguleg!


Flott ástand, tveggja sæta fjarlæganleg sem taka 4. Líka hægt að fella bökin fram. Harðviðar hjól með járngjörð. Bremsur og uppstig til að auðvelda aðgengi. Opnanlegur afturhleri, niðurfellanlegur dúkur á þrjá vegu til að verjast úrkomu og vindi. Ekkert er minnst á smíðaár.
Helstu mál.
Framhjól 38″ eða 96,52 cm
Afturhjól 42″ eða 106,68 cm
Single tree (Eintré) 40″ eða 101,6 cm
Dráttarsköft 78 frá Single tree 198,12 cm heildarlengd 962 eða 243.84 cm
Vagn skúffa 37″ X 72″ eða 93.98 cm X 182.88 cm
Vagninn er 84″ eða 213.36 cm heildarhæð X 68″ eða 172.72 cm Heildarbreidd með hjólnöfum er vagninn 192″ að heildarlengd með dráttarsköftum eða 487.68 cm.

Heitir Wagnon Buggy sem hlítur að þýða að þessi vagn sé millistig milli Wagons og Buggy ( Bændavagns og kerru/létts vagns)








Gerður upp af Lemuel King í Chambersburg, Pennsilvaniu segir textinn með myndunum en ég hallast að því að það eigi að vera upphaflegi vagnsmiðurinn vegna þess að skiltið/merkingin á vagninum lítur út fyrir að hafa verið á vagninum um aldur hans og ævi!

Þýtt og yfirlesið Friðrik Kjartansson ásamt skrásetningu

Á að sjóða nafið eða ekki?Á að sjóða nafið eða ekki?

0 Comments

Grein frá 1884 þar sem trésmiðurinn spyr útgefanda Nafsins (the Hub, the Nave) áhugaverðra spurninga!

Að sjóða nafið!

Millville, O, March 1884 Spyrjandi

Spurning trésmiðs:

Hver er þín skoðun á að sjóða nafið (the hub) í léttari farartækjum þar sem hægt er að hafa efnið þykkra (öflugra)? Hvort getur orðið að betra hjóli, 1 tommu pílár rekinn í þurrt naf eða sama pílára- þykkt rekinn í soðið naf, og virkar límið eins vel í soðið naf? Hvað gerð af lími er best að nota hvítt eða gult? (ekki vitað hver munurinn er á hvítu og gulu lími sem notað var 1884)

Yðar einlægur Trésmiðurinn.

Við trúum ekki á það að sjóða nafið, né mælum við með að hafa nafið of þurrt. Ef Nöfin eru soðin, er hægt að reka píláranna í þau af meira afli, þar sem þau eru mýkri og teygjanlegri, en eftir að pílárinn er rekinn í mun náið þorna í fyrri, náttúrlega stærð og pílárarnir munu valda yfirálagi sem veldur svo aftur klofningi á nafinu. Okkar bestu hjólasmiðir hafa nafið eins þurr og hægt er áður en þeir reka pílárana í nafið; gæta skal að nákvæmri þyngd slaga í að reka pílárana í náið í þurru ástandi og er það þannig bara fyrir þjálfaða smiði. Til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að nafið klofni er gott að dýfa nafinu í heitt vatn smá stund til að taka þurrkinn úr yfirborði nafsins.


Annar leiðingjarn þáttur þess að sjóða nafið er það að límið vill ekki loða eins vel við og við í þurrum viði þegar efnið harðnar, svo sem í Álmi eða Valhnotu, límið leysist
einfaldlega upp í vatninu á náinu og verður því ónothæft. Gott lím er það lím sem er með bestu viðloðunina. Við höfum séð bæði hvítt og gult lím jafn lélegt í þessum tilfellum. Við mælum með að velja besta límið sem markaðurinn bíður upp á, sjóðið svo tvo Valhnotubúta og límið þá saman og látið bíða í 24 tíma og þá rífið þá í sundur á límingarsvæðinu.
þá sjáið þér hvort límið er fyrsta flokks eða ekki. (Mun líklega ekki gefa sig á límfletinum ef límið er gott)

Heimildir: The Carriage Monthly, april 1884 (útgefin í heimildarbókinni) Wheelmaking wooden wheel design & construction

Þýðandi og samantekt Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir

Öxla blogg!Öxla blogg!

0 Comments

Í árdaga hest- dregina vagna og handvagna var öxulinn eingöngu úr harðvið helst Eik. Endar öxulsins eða nafið, var svipað og stál öxlar eru í dag, en að auki var það tekið niður að ofan og á ská niður í enda násins eins og mynd 6 sýnir.

http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2020/03/88344388_833707613763516_7952634240674299904_n-3-1.jpg

Mynd 6.

Hér sést á teikningu hvernig harðviðs- öxullinn (líklega eik) er lagaður og er smurð dýrafeiti á efri hluta öxulsins.

Mynd 5

Hönnun harðviðar öxla!

Myndin sýnir ,,diskun á vagnhjólinu sem stendur nákvæmlega ljóðrétt á hlutanum sem er fyrir neðan náið, en fyrri ofan fer það yfir á gráðurnar sem það er diskað í upphafi.
Það er diskað til að fá meiri styrk í það yfirleitt og til að það beri meiri þunga. Þessi diskun er framkvæmd þegar járngjörðin (the tire) er hitaður og snöggkældur utan um það þá veldur úrtaka í holunum fyrir píláunum eða þá skásnið á enda pílárunum því að það fellur í þessa gráður eins og diskur; vegna þess að ,,veggir” holunar eða pílárarnir eru (skornir) hoggnir í þá gráðu sem óskað er eftir. Á mynd 5 má sjá hvernig það lítur út og er tekinn skái aftan úr píláranum í þessu tilviki. á enskur kallast það að ,,Disch” the wheel. Og ég leyfði mér að færa það yfir á Íslensku og kalla þetta að ,,diska” hjólið. Ég veit þetta er meira en um öxla en það er ekki hægt að skilja þarna á milli vegna þess að þetta er hannað svona í sömu andrá, gráðan á öxlinum og gráðan á pílárunum í hjólinu.

,,Diskun” var umdeild lengi og nýungar eins og ,,Patent” komu fram svo sem uppfinningin að járnflansinum ( The Sarven hub var t.d. ein gerðin kom fram 1857 ) sem klæddist utan um nafið og féll upp á píláranna svo sú styrking varð nóg og ekki þurfti lengur að ,,diska” hjólið. T.d. notuðu bílaframleiðendur þennan flans lengi fram eftir 20 öldinni. Smurt er með dýrafitu.

Heimildir: Carriage and Wagon axles bók, útgefin af Safn Ameríku

Þýðandi og skrásetning Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir