Tag: ljós

Park Drag #1Park Drag #1

0 Comments

Heimild: The Antique Carriage Collectors Club Facebook

Park Drag. Upprunninn í Englandi. Smíðaður af Brewster & Co. í New York. Raðnúmer 19786. Teikning númer 4207. Þessi vagn var upphaflega seldur J.H. Shults of NY árið 1893. Mr Shults rak eitt stærsta bakaríið í Brooklyn að nafni John H Shults Bakery Co. Vagninn var keyptur af Robinson fjölskyldunni í Pensilvaníu á uppboði og fór í uppgerð. Hann var endurmálaður í upprunalegum litum eins og upprunaleg teikningin segir. Innréttingunni frá Brewster var haldið upprunalegri. Póstvagninn er seldur með lömpum, 5 dráttar jafnvægisbita, dráttarþverbita, dragskó, regnhlífarkörfu, uppstigs úr innan við hjól, samsettri svipu og fótbrettis lampa framan. Hliðarljósin, stöngin og dragskórinn haf fylgt vagninum frá upphafi. Vagninn var byggður af teikningu númer 4207 (er neðarlega á bls) og ég hef hengt við mynd af þeirri teikningu sem er á skrá hjá Metropolitan Museum of Art í NYC. Carriage Journal til að fá grein eftir Merri Ferrell um teikningu númer 4207 og fleiri framúrskarandi verk, sem hefur verið fest aðeins nokkrum sinnum síðan það var endurreist. Til sölu og verð sé þess óskað.

Fallegra handverk og smíði sér maður valla lengur!

Gæsilega bólstraður að innan með ,,Gimsteinamynstrinu”.

Töluvert ílagt í innréttingunni.

úr eða klukku uppstig fyrir innan hjólið (toeborde wach and Case)

Á teikningunni má sjá: Keðju (drag shoe) sem hangir undir vagninum, látin dragast á eftir vagninum niður brekkur til að halda á móti undanhaldinu. Þaðan kemur líklega nafnið á vagninn ,,Drag”.

Pöntunarseðillinn fyrir farartækinu með fylgihlutum.

Dayton Brett #66Dayton Brett #66

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Dayton Brett heitir þessi vagna gerð, sem er yfirgerð í þessum ákveðna stíl. Dayton er svo undirheitið frá framleiðandanum. Það er engin lýsing á vagninum í bæklingnum. En ég vona að ég finni góða lýsingu sem ég set þá hér inn. Erfitt að sjá á svona léglegri mynd en sennilega er vagninn á Sarven nöfum. En við sjáum að vagninn er með fjögra boga vandaðan topp, einfalt uppstig. Engar bremsur eru sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum að aftan en langsum fjöðrum að framan, sem liggja samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Svo er vagninn byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Ernie tveggja hjóla listaverk!Ernie tveggja hjóla listaverk!

0 Comments

Ég ætla að kallan hann Ernie vegna þess að það er plata á honum með því nafni en það er samt trúlega nafn eigandans en vagninn er óþekktur að gerð.


Vagninn hefur veitt sæmilegt skjól á þrjá vegu þegar gardínurnar hafa verið niðri og festar.

Hér sést fallegt bogalagið á vagn körfunni bæði ofan og neðan. Svo er hún beygð á þvervegin með aukasveigju.




Vel skreyttur en þarfnast alsherjar yfirhalningar með mikilli vinnu.

Ernie sennilega nafn húsbónda fjölskyldunar en við köllum vagninn bara Ernie af því að hann er óþekktur!

Nafn fjölskyldunar sem átti vagninn og hann var smíðaður fyrir 1897.

Festingar fyrir aukasæti/bráðabrygðasæti.

Ekki alltaf sem maður sér svona góðar og nákvæmar merkingar frá framleiðanda/smið.

Hertoga vagninn #54Hertoga vagninn #54

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhrein með út skiptanlegu sæti og með viðbætur í toppi. Fremra sætið brotið saman aftur á bak og aftara sætið er hægt að taka, eins og sést á mynd númer 54 B. Þægileg og passleg fyrir tvær persónur. Þegar eitt sæti er notað er hægt að brjóta saman toppinn upp. Er hægt að breyta á einni mínútu. Sarven nöf sjáum við líka. Svo er líka hægt að fá þessa kerru (buggy) með tveimur föstum sætum, sama útlit. Það er ekki minnst á það í lýsingunni á kerrunni en það eru greinilega lampar á henni. Bremsur ekki sjáanlegar. Þessi vagn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar

Léttur langferðavagn byggður á körfu #143Léttur langferðavagn byggður á körfu #143

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn byggður á körfu með aftur draganlegum topp. Strengurinn aftan á yfirbyggingunni með dúsk á endanum notaður til að draga toppinn aftur. Sagður léttur. Þetta er síðasta listaverkið í bæklingnum en ekki síst. Fallegar línur, góð hönnun og hlutföllin góð. Hann er ágætlega skreyttur með lykkjum, útskurði ásamt S- laga skrauti aftan og ofan við sporöskjulaga gluggann í yfirbyggingunni. Búinn Sarven nöfum. Lampa, fjaðrir langsum og skrautlistar sem mynda línur í yfirborði yfirbyggingarinnar. Svo eru uppstigin skreytt með lykkjum. Lykkjur yfir fjöðrum og undir Kæti sem eru stífur í leiðinni. Karfan (the perk). Stöngin milli öxlanna er hvoru tveggja í senn, þaggar skröltið og tekur hliðar sveiflur. Tók hliðarsveifluna af vagninum í akstri. Skrautið yfir dyrunum og gluggunum smekklegt svo undir hlífinni (dash) fyrir ofan 5 hjólið. Bremsur ekki sjáanlegar. Skorin undir. Í heildina er þessi vagn hreint Listaverk. Þýðing og Skrásetning: Friðrik Kjartansson Yfirlestur: Yfirlestur.is

Brougham Studebaker framlengdur #5Brougham Studebaker framlengdur #5

0 Comments

Brougham Studebaker extension á frummálinu!


Smíðaður snemma á 20. öldinni. Fannst í vöruhúsi Marshall Fields og var uppgerður af Ernie Schwartz sem sýningarvagn á safn. Kistan aftan á getur verið fjarlægð til að halda virðingu við upprunann, hönnunina og raunveruleika þess tíma þegar vagninn var smíðaður. Undirskurðurinn (under cut) sést vel á myndinni undir Kúsksætinu. Heiti vagnsins á frummálinu: Studebaker extension-front Brougham Staðsettur Homer Glen, Illinois L, USA

Heimild: Myndir fengnar að láni frá Antique Carriage Facebook

Brougham vagnarnir urðu vinsælir víða um heim og margir vagnasmiðir og framleiðendur tóku þá upp á arma sína. Enda ákveðin framför þegar þeir komu fram fyrst í Bretlandi um 1838. Þaðan var fyrirmyndin fengin frá Frakklandi sem er eiginlegur uppruni þessarar gerðar. Viktoría Englandsdrottning fékk sér unninn Brougham handa sér. En þá til á safni Royal fjölskyldunnar.




Cut Under Runnabout #1Cut Under Runnabout #1

0 Comments

Skorin undir, Nýmáluð og bólstruð!


Topp ástand
Nýmálaður og bólstraður. Er með skiptisæti/bráðabrygðasæti. Lampar og yfirbreiðsla innifalin verð $5500.
Ef við horfum vel sjáum við ,,Undirskurð” (cut under) undir Kúsksætinu sem hleypir framhjólunum undir vagninn við krappar beygjur. Staðsett í Scottsville, New York

Heimild: Mynd fengin að láni frá Carriages for sale and wanted north America only Facebook

Ekki er minnst á smíðaár eða aldur.


Vagn til veiða #1Vagn til veiða #1

0 Comments

Sýninga og keppnis eintak


Fallegur Stevenson frá Lemington Veiði -hundavagn. Hentar hvort sem er einum eða pari, tekur upp í 15 veiðihunda. Er með dráttarstöng og svanahálsasköftum Smíðaður nálægt 1900.
Dökkgrænn. Tilbúinn til keppni. Létt og fínn, hentar bæði smáhestum og venjulegum hestum í Englandi. Hjól frá Warner. Sýningarvagn undanfarin þrjú tímabil í ,,Private Driving & Attelege” klúbbinum. Fínir lampar. Verð £ 6000.








Surrey #1Surrey #1

0 Comments

Alltaf geymd inni, ekið aðeins í örfá skipti!


Surrey, ekki talað um aldur, lítið notaður. Vandaður vagn í alla staði.

Surrey vagnar eru hurða lausir fjögra hjóla, vinsælir í USA á 19 og 20 öldinni. Venjulega tveggja sæta fyrir fjóra farþega. Surrey var með nokkrar mismunandi gerðir af blæjum/húddum segl eða Parsol (notað í regnhlífar) oft með kögri. Sætahefð þessarar gerðar voru með renndum pílárum í baki oftast bólstruð sæti. Nafnið er komið frá Surrey á Englandi.

Heimild: Wikipedia