Tag: ítalía

Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Monteleone vagninn 530 fyrir KristMonteleone vagninn 530 fyrir Krist

0 Comments

Einn af heimsins stærstu fornleifa fundum!


Vagninn var fyrir slysni afhjúpaður í grafhýsi í Monteleone di Spoleto, nálægt Umbria héraði af fjárhirði að nafni Isidoro Vannozzi. Verið var að byggja landbúnaðarhús af einhverju tagi er þetta gerðist 1902. Vannozzi fann líka brons, keramik og járn í sömu gröf/grafhýsi. Vagninn mælist 131 cm á hæð, hannaður til dráttar af tveimur hestum. Fjárhirðirinn seldi svo vagninn til Benedetto Petrangeli skransala á svæðinu svo hann ætti peninga fyrir þakflísum á húsið sitt. Aðrar heimildir segja að Vannozzi hafi verið frá af áhyggjum um að yfirvöldin mundu gera vagninn upptækan svo hann geymdi vagninn í hlöðunni. Seinna var vagninn seldur tveimur frökkum í skiptum fyrir tvær kýr. Eftir að hafa gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum keypti J.P. Morgan bankamaður frá USA vagninn sem sendi hann Metropolitan safninu 1903 þar sem vagninn var gerður upp.

Monteleone vagninn er heillegasti og þróaðasti af fornum Etruscan héraði á Ítalíu vögnum sem eftir eru. Dagsettur aftur til 530 f.Kr., það var upphaflega afhjúpaður í Monteleone di Spoleto og er um þessar mundir hluti af safni Metropolitan Museum of Art í New York borg. Monteleone vagninn var tveggja hjóla ökutæki með yfirbyggingu úr viði í laginu eins og skeifa. Þakinn bronsi, sem ökumaðurinn var staðsettur.

Þrjú bronsþil er elsta listræna afrekið, eru skreytt með Hómerískri táknmynd sem sýnir atriði úr lífi Akkillesar, grísku hetju Trójustríðsins. Myndlist móður Achillesar Thetis, kynnir sonur hennar með hjálm og skjöld gerður frá guðunum. Vinstri hlið sýnir bardaga tveggja stríðsmanna gríska Akkilles og Trója Memnon. Hægri hlið sýnir apóteosan af Akkilles hann stíga upp í vagni teiknuðum af vængjuðum hestum. Etruscanar notuðu þennan vagn sem skrúðgönguvagn, oft við trúarlegt eða fagnaðar tilefni. Lærið hvernig þessi vagn var óvart afhjúpaður með því að smella hér

Heimildir: https://www.thevintagenews.com/ og Facebook. Yfirlestur: Yfirlestur.is Friðrik Kjartansson þýddi og skrásetti.

Eldvagninn frá PompeiEldvagninn frá Pompei

0 Comments

Fornleifafundur sem á sér engan líka á Ítalíu þó víðar væri leitað!

https://hestvagnasetrid.org/eldvagninn-fra-pompei/eldvagninn-11/Fornleifafræðingar fundu Rómverskan vagn grafinn í ösku og ryki Pompei hörmunganna frá 79 fyrir Kristsburð. Vagninn mun hafa verið viðhafnarvagn notaður á bæjarhátíðum og tillidögum en hann var grafinn upp úr öskunni í einbýlishúsi (villu Civita Giuliana) 700 metrum norður af veggjum Pompei og er mjög heillegur og vel varðveittur miðað við 2000 ára geymslu.

Vagninn er fjögra hjóla úr járni og Bronsi og tini. Massimo Osanna stjórnandi uppgraftrarins segir að vagninn sé eini sinnar tegunda grafinn upp á svæðinu. Uppgraftarvinna hefur áður skilað ýmslum hagnýtum ökutækjum notuð til fluttninga og vinnu en aldrei þeim sem notuð voru til hátíða-athafna. Óasanna bætti við: ,,þetta er óvenjuleg uppgötvun sem efldi skilning okkar á lífinu til forna.” Hann bætti við: ,,Vagninn hefði verið notaður við hátíðargöngur og prósessíur”. Menningarráðaneytið kallar það ,,einstak uppgötvun á fordæmis á Ítalíu“.

Pompei var 13,000 manna bær þegar hamfarirnar gengu yfir og fólk og lífsgögn grófust undir ösku og ryki og eyðileggingarmátturinn jafngilti mörgum kjarnorkusprengjum.

Um það bil 2/3 af 165 hektara bænum hafa verið afhjúpaðir. Rústirnar uppgötvuðust ekki fyrr en á 16. öld og skipulagður uppgröftur hófst 1750. Pompei heldur áfram að
koma okkur á óvart með opinberun við uppgröft og hreinsun, í mörg ár enn ef að líkum lætur segir Menningarmálaráðherran Dario Franceschini.

Einstakt skjal um líf Grísk-rómveska, Pompei stórt aðdráttarafl ferðafólks til Ítalíu og er það á heimsmnja skjrá UNESKO.

Myndband um uppgröft hátíðarvagnsins í Pompei ásamt tengdu efni

Heimild: Daily mail.co.uk

Þýðandi Friðrik Kjartansson

Prófarkarlestur Þórhildur Daðadóttir