Tag: horfinn

Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1Hansom 4 hjóla leiguvagninn #1

0 Comments

Horfinn í gleymskunnar dá nema þær eftirgerðir sem smíðaðar hafa verið!


Fjögra hjóla Hansom

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-2.jpg
Þetta eintak er smíðað í Belgíu ásamt fjölda annarra gerða hjá topp vagnasmið. Hér er hlekkurinn: https://carriages-schroven.com/carriages/

https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2022/06/Fjogra-hjola-Hansom-1-scaled.jpgFrá eiganda vefsíðunnar og áhugamanni: Þetta finnst mér stór -merkilegt. Ég vissi þetta ekki þegar ég vaknaði í morgun að Hansom hefði komið með aðra gerð af vagni, en svona er það, lesa meira og meira og maður lærir meira og meira; einfalt ekki satt. Ekki finn ég mynd af þessum vagni svo ég sé viss um að um rétta mynd sé að ræða, en haldi áfram að leita og setji hér inn ef ég rekst á hana.

Clark an Aberdeen vagnasmiður hannaði 1885 fjögra hjóla Hansom. Þessi vagn hafði ákveðna yfirburði: Yfirbyggingin var í laginu eins og venjulegur Hansom með kúsk- sætið fest aftan á vagninn en var snúið við á undirvagninum, svo kúskurinn sat yfir hestunum á meðan farþegarnir snéru aftur. Þessi Hansom gat verið notaður opinn eða lokaður. Yfirbyggingunni gat verið snúið við til að uppfylla það. Aðeins fáein farartæki af þessari gerð rúlluðu London á stuttu tímabili en almenningi líkaði víst ekki þess konar farartæki og síðan hafa þeir horfið gjörsamlega.

Heimildir: Modern Carriages 1905 bls 3
Þýddi og tók saman Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: Yfirlestur.is


Brougham á safni lýst!Brougham á safni lýst!

0 Comments
Mynd fengin að láni hjá The Carriage Foundation í Betaveldi

Hefðbundinn einfaldur Brougham að mestu leyti, með hyrnu (skáhorni) [franska aðferðin] einum framglugga (ekki skiptur) og leðurklætt þak með leðurólar til að festa niður farangurs körfu. Kúsk- sætið (ökumanns) sér með einföldu

handriði og leðurklætt með halla fram á við. Niðurfellt fótbretti sem hægt er að fjarlægja. Hurðarnar eru hengdar með kopar hjörum og T- laga handföngum.Hálfmána löguð plata er fest neðan við hurðina í botninn á vagninum (uppstig) sem er skýlt með hlíf eins í laginu yfir sem fest er neðst í hurðina. Glugginn framan á vagninum er opnanlegur með því að renna honum niður og hann er  http://www.handverkfridriks.com/wp-content/uploads/2019/12/thumb_5db653e07e-img-2960jpg-0x600_0_0_crop.jpg bólstraður að innan með lituðu klæði, gluggarnir í hurðunum eru eins, og hægt að opna þá niður eða ofan í hurðarpanelinn. Ferhyrnt svart lituð ljósker með ávölum hornum. Brougham-ljósker. ljóskerin eru úr Brassi (Kopar); á þeim eru (loftræsting) ,skorsteinar” en eru skrúfaðir fastir á vagninn ( á framhornin, súlurnar) hefðbundnar sérstakar vagnaskrúfur. Kertahaldara hlífarnar er týndar (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham”) og það eru göt á botninum, líklega til að tengja inn rafmagnsvíra. Þessi Brougham (vísað til vagnsins á The Hálfmána-fjöður. Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham”) er byggður á ,,hálfmána” fjöðrun framan og aftan. Þessi Brougham er með opið farangursrými. Bremsurnar eru viðarblokkir sem passa vel við hjólbogann, bremsuhaldfangið er kopar (brass) slegið. Litaskemað er þannig að þakið, efri panel bodysins, lægri panel og hjólin og undirvagninn eru í bláu með rauðum röndum (lining). Stíllinn á málningarverkinu sýnir að þessi vagn (vísað til vagnsins á The
Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham) var síðast málaður af málara sem þekkti meira til verslunarfarartækja en farþegavagna. Hins vegar eru rauðu rendurnar eru á venjubundnum stöðum á listum og skrautlistum. Blátt ullarklæði er nýlegt á einu sætinu. Kúsk (ökumanns) sætið er dökkblátt með leðurklæði aftan á bakinu, brúnirnar eru dökkbláum breiðum blúndum beggja megin. Á fótstiginu er ný gúmmímotta. Inni í (vísað til vagnsins á The Carriage Foundation mynd efst á síðunni ,,söguágrip Brougham) vagninum er hann bólstraður með djúphnöppuðu svörtu morocco leðri,
samsvarandi ljóst þykkbólstrað í efri hluta hússins í vagninum. Það eru svartir morocco vasar á báðum hurðunum, festir aðeins að ofan. Á framvegg farþegarýmisins er bólstrað með dökkbláu ofnu ulla-tweed. Það er fótahvíla á bak við bogið borð með hillu fyrir ofan í leggjahæð barns, hvílandi á litlu hjarahengdu sæti sem er fest á fremri hlið sætisborðsins. Hæla og fóta- hvílan upp að hillunni er klætt með teppi. Það lítur út fyrir að teppið hafi slitnað á hurðasillunni, sem er núna klætt með leðri. Á gólfinu er ný riffluð gúmmímotta (en hefur verið upphaflega klætt með orginal teppi).
Breiðu blúndurnar eru af þremur mismunandi hönnunum. Tvöfaldar lykkjur til handfestu þegar stigið er inn og út og breiður blúndu rammi á hurðunum með Grísku lyklamynstri og þríhyrninga munstur á brúnum.
Gluggastrengirnir eru með svipuðu munstri en með bylgjumunstri á brúnunum. Ytri gluggastrengurinn á framglugganum er með tvöföldu sik-sak lagi. Innri gluggastrengurinn er horfinn. Smágerðari blúndur passa við breiðu línurnar og dökkbláu ,,taffeta” fjaðradýnurnar sem eru sniðnar fyrir hvern einasta glugga. Það er öskubakki og upphengja fyrir regnhlíf á framveggnum í farþegarýminu.

Áritanir á vagninum: Á öxul hettunum er áletrunin: BAKER & Co CHANDOS ST

Heimildir ásamt myndum fengnar hjá: www.thecarriagefoundation.org.uk

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir