Tag: hlif framan

Rockaway með 1/4 aukaplássi #113Rockaway með 1/4 aukaplássi #113

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.

Pæton skemmtivagninn #39Pæton skemmtivagninn #39

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Þessi stíll er augnakonfekt. Loka frágangurinn er fíngerður og fallinn til sýningar. Allt járnverk að fullu rafhúðað, vönduð málningarvinna og skreytingar, falleg, auðveld og þægilegur vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Sarven nöf 3 ára gömul nýung þarna. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar. Rafhúðun fundin upp 1805. Þrátt fyrir að rafhúðun hafi verið almenn um 1840, þá er hægt að rekja uppruna aftur til 1805.Heimild: Tomasnet.com

Lækna Pæton #38Lækna Pæton #38

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Stílhreinn vagn aðlagaður að notkun læknisins. Sveigð yfirbygging, létt að fara um borð, hátt sætisbak og rúmgóð. Fastur toppur eða ófellanlegur. Sarven nöf. Leðurhlíf framan (dash) og uppstig. Byggður á körfu sem er Stöngin milli öxlanna. Toppurinn virðist vera vandaður. Smíðaður úr best fáanlegu efni. Bremsur ekki sjáanlegar. Vagninn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.