Tag: fimmta hjólið

Útfararvagn #6Útfararvagn #6

0 Comments

Smíðaður í Svíþjóð. Uppgerður og tilbúinn í útfarirnar.


Holland geymir hann núna en hann er til sölu.

Engar bremsur eru á vagninum og það kemur mér á óvart.


Þessi frágangur en nú með því besta sem maður hefur séð í vagnheimi.

Járnverk allt til fyrirmyndar.


Uppruna skiltið segir að hann er smíðaður í Svíþjóð. Eins segir útdráttur úr kataloginum hér fyrir neðan það sama.

Eins og ég sagði. Fallegt járnverk.

Skreytingar allar og út skurður er líka til fyrirmyndar og er ekki of mikill heldur passlegur fyrir þessa gerð vagna.

Hugsað er fyrir að það geti rignt og snjóað með yfirbreiðslu á Kúsksætið.

Hornsúlurnar er flottar og vel unnar.


Gagn að gólfið rispist ekki við notkun.

Skrautið er ákkúrat nóg. Vagninn ekki ofhlaðinn skrauti.


Skíðin fylgja með til að mæta vetri. Ekki hættir fólk að deyja þótt vetur sé!

Úrtak úr kataloginum. Fyrir þá sem eru lunknir í að lesa!

Til hægri er vagninn á skíðunum sínum.

Pæton í sérflokki sýningareintak #1Pæton í sérflokki sýningareintak #1

0 Comments

Unnið til margra meistaratitla!


Sýninga eintak Pæton smíðaður af Mills frá Paddington um 1900. Þessi fallegi og vel þekkti vagn hefur unnið til margra meistaratititla. Gæða eintak með dráttarskafti og álfaháls.
Tilbúinn í að fara sýningarhring. Ekki rugla saman nútíma eftirgerðum.

Svanaháls dráttarsköftin og dráttarskaft (tunga). Einning er þarna stykkið sem festast á við járnverkið að framan svo hægt sé að tengja Tvítréð við þegar tungan er notuð. Ef þið horfið vel þá sjást 4 uppstings bólur/stig ofan á stykkinu. Takið eftir snyrtilegu uppstiginu á Nafi framhjólsins. Svona gera ekki nema bestu vagnasmiðirnir.

Svo eru náttúrlega uppstig í aftursætið ef vel er að gáð.

Einstaklega vandað járnverk og bremsubúnaðurinn nettur en samt sterklegur.

Annað dæmi um vandað járnverk. Fimmtahjólið, býður af sér styrkleika og góðan frágang.