Tag: engar bremsur

Útfararvagn #6Útfararvagn #6

0 Comments

Smíðaður í Svíþjóð. Uppgerður og tilbúinn í útfarirnar.


Holland geymir hann núna en hann er til sölu.

Engar bremsur eru á vagninum og það kemur mér á óvart.


Þessi frágangur en nú með því besta sem maður hefur séð í vagnheimi.

Járnverk allt til fyrirmyndar.


Uppruna skiltið segir að hann er smíðaður í Svíþjóð. Eins segir útdráttur úr kataloginum hér fyrir neðan það sama.

Eins og ég sagði. Fallegt járnverk.

Skreytingar allar og út skurður er líka til fyrirmyndar og er ekki of mikill heldur passlegur fyrir þessa gerð vagna.

Hugsað er fyrir að það geti rignt og snjóað með yfirbreiðslu á Kúsksætið.

Hornsúlurnar er flottar og vel unnar.


Gagn að gólfið rispist ekki við notkun.

Skrautið er ákkúrat nóg. Vagninn ekki ofhlaðinn skrauti.


Skíðin fylgja með til að mæta vetri. Ekki hættir fólk að deyja þótt vetur sé!

Úrtak úr kataloginum. Fyrir þá sem eru lunknir í að lesa!

Til hægri er vagninn á skíðunum sínum.

Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?Vagninn hans Emils og fjölskyldu í Kattholti?

0 Comments

Alþýðu vagn smíðaður í Noregi milli 1850. – 1920. Líkist vagninum hans Emil í Kattholti.

Ekki til heimild fyrir árgerð þessa eintaks af alþýðu vagni eða heimilisvagni er smíðaður. Aldurinn er einhver staðar á bilinu 103 til 173 ára. Voru vagnarnir smíðaðir í Noregi á því tímabili. Hér er það sem til er um hann: Kjökkenvogn eða eldhús vagn frá Grimstad. Heimildin sem fyrri eigandi fræddi mig um. Til Íslands kom hann með Herjólfi sem kom frá Noregi úr slipp 1996.


Heillegur og tilbúinn í dekrið sem mér vonandi veitist að fá að fást við. Ekki hefur þótt ástæða til að ,,eyða” í bremsur eða önnur þægindi fyrir alþýðuna. Holt fyrir okkur að sjá fyrir sér ferðalög á þennan máta. Takið eftir hvernig hjólbarðinn er samsettur. Festur saman! Járnvinnan á sætisburðarvirkinu er í senn einfalt, snjallt og langt umfram amerísku útfærsluna sem er seinleg og flókin í smíði en samt fallegri að mínu mati. Sjást vel á aftara sætinu, armhvílunni nabbinn sem heldur yfirbreiðslunni fyrir farþega en oftar en ekki var yfirbreiðslan kinda gæra.

Blessuð jólin koma einu sinni á ári. Skreytum þennan aldursforseta. Vagninum og skapara hans til heiðurs

Járnverkið er bara með ágætum í Eldhúsvagninum. Verður gaman að sand blása og breyta til hins betra.

Myndir af svipuðum eða eins vagni í Noregi


Sést vel hvernig undirhlaupið kemur upp úr gólfinu. Svo eru dráttarkjálkarnir tengdir beint inn á fimmta hjólið í stað þess að á mínum vagni er tengt í fjaðrirnar að framan.

Til Sölu: Ásett verð Ísl kr 242.000


Í Noregi er svipað loftslag og á Íslandi því er gamla góða gæran velkominn þegar kalt er. Sérstakir nabbar eða pinnar eru á armhvílunni á sætunum til að krækja gærunni á svo hún haldist á sínum stað.

Vagn með svipaðri hönnun, yfirbragði er næstum alveg eins. Undantekningin er undirhlaupið fyrir framhjólin í beygju. Framhjólin því stærri. Vagnasmiða í Noregi sem heitir/hét Omnia er skrifuð fyrir þessum og fleirum. Er skapari norska vagnsins fundinn?

Fortíðin er heillandi að mér finnst. Fátæktin var líka mikil. Gæti hugsað mér heim án fátæktar en að öðru leiti eins og um sautjándu og átjándu og nítjándu öldina. Án fátæktar en með als nægtum án spillingar jarðarinnar okkar.

Franskur Coupé #1Franskur Coupé #1

0 Comments

Til sölu í Belgiu í april 2023. Á aðeins kr: 1.850.000. Tilheyrði ríkustu fjölskyldu heims þá!








Rockaway með 1/4 aukaplássi #113Rockaway með 1/4 aukaplássi #113

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway kvart pláss auka. Engin lýsing í sölubæklingnum. Sporöskjulaga gluggar báðum megin aftarlega á yfirbyggingunni. Aftur draganlegur toppur. Toga skal í steng með dúskinn á endanum, til að draga toppinn aftur. S- laga járn sem áður voru hné til að opna toppa eru notuð sem ornament . Lampar, hlíf framan (dash), fagurlega skreytt uppstig. Vagninn byggður á körfu (perk). Fjaðrabúnaðurinn er langsum að framan tvær fjaðrir en þversum að aftan ein fjöður. Sarven nöf. Útskurður er ekki mikill en samt sjáanlegur. Bremsur eru ekki sjáanlegar.

Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112Rockaway með útskiptanlegt Kúsksæti #112

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Rockaway með útskiptanlegu Kúsksæti. Engin lýsing fylgir vagninum í bæklingnum. Vagninn er með uppstig og aftur dreginn topp. Aftan á yfirbyggingunni er strengur með dúsk á endanum. Toga skal í til að draga toppinn aftur. Lampar eru til staðar og svo er Rockaway skreyttur á hurðum eða boðið upp á skjaldarmerki. Báðum megin aftarlega er gluggi sem er sporöskulaga og gefur vagninum sérstakt útlit. Vagninn er hengdur á þver fjöðrun aftan og tvær fjaðrir langsum að framan. Undir vagninum er slá á milli öxlanna sem kölluð er karfa og málvenja að segja vagninn byggðan á körfu. Sarven nöf eru til staðar. Aðaleinkenni Rockaway er að þakið er látið ná fram yfir kúskinn en í þessu tilfelli nær það aðeins yfir aftar kúsksætið. Gardínur eru til staðar. Fallegar bogalínur eru í gólfi yfirbyggingarinnar sem gefa vagninum fallegri blæ. Undirhlaup er fyrir framhjólin til að geta beygt krappar.Lítið Hammerklæði prýðir líka Kúsksætið. Engar bremsur.

Langferða leigu vagn #111Langferða leigu vagn #111

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Langferðavagn til leigu. Er vandaður að sjá og hefur líklega verið það. Vagninn er byggður á körfu. Það er bogadregna sláin undir yfirbyggingunni milli öxla. Afturdraganlegur toppur. Sjá streng efst aftan á yfirbyggingunni. Hlíf er að framan ljósker eru og töluvert af skrauti og útskurði. S-skraut á aftari hliðum ofarlega eða ornament. Vagninn er búinn Sarven nöfum sem voru nýjung á þessum tíma. Virðist vera mjög vandaður vagn hér á ferð, Listaverk. Bremsur ekki sjáanlegar.

Fjölskyldu langferðavagninn #105Fjölskyldu langferðavagninn #105

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Fjölskyldu vagninn er ekki með neina textalýsingu í sölubæklingnum. Skrýtið þar sem þessi vagn er algör listasmíð. Við sjáum að hann er ríkulega útskorinn fyrir ofan glugga og verulega mikið í það lagt ásamt skrauti. Uppstingin er meira að segja úr fallegu smíðajárni með blóma eða laufamynstri, sennilega er allt járn rafhúðað. Aftur draganlegur toppur til opnunar. Sjá streng efst aftast á yfirbyggingunni. Járnboginn S -laga á hliðunum en ekki möguleiki á opnun. Verulega sterkbyggður vagn. Bremsur ekki sjáanlegar. Lamparnir eru ríkulegir og sóma sér vel þar sem þeir eru staðsettir, hreint listaverk allt saman. Svo er vagninn byggður á körfu (Peark) járnsláin sem sést á milli hásinganna sem tók af vagnaskröltið og gaf vagninum líka stöðugleika. Tók af hliðarhreyfinguna. Vagninn skartar líka Sarven nöfum sem voru ný uppfinning!

Tonga #1Tonga #1

0 Comments

Hestvagn, þekktur sem Tonga var góður ferðamáti fjölskyldunnar. Vagninn getur borið 6 til 8 manns ásamt að minnsta kosti tveimur litlum börnum. Vagninn er miklu stærri en Rickshaw eða bíll. Með tímanum útrýmdi áætlunarbílar Tonga. Að fá þjónustu fyrir hest í borginni Peshawar Pakistan var mikil áskorun fyrir Kúskinn (úrdu orð þýðir eigandi Tonga) Tonga. Meirihluti eigenda Tonga höfðu völd og áhrif í samfélaginu. Tvisvar vorum við og frændur tæplega 7 með nokkur börn að ferðast með í Tonga og hesturinn hafði ekki getu til að draga okkur öll. Ég var hræddur við að ferðast í Tonga eftir slys. Kúskurinn virtist ekki hafa þekkingu á hámarkshleðslu vagnsins en meir áhuga á peningum. Tonga hefur reynst farsæll í að flytja stúlkur til skóla og aftur heim úr skóla ásamt framhaldsskólum í Peshawer, þar sem ég bjó og sá þessa vagna. Fimm til sex stúlkur voru sáttar með að borga fasta upphæð fyrir skólaakstur. Kúskurinn var líka ánægður með viðskiptin. Skólastelpurnar voru ánægðar með að þurfa ekki að ganga snemma á morgnana ásamt gangandi og hlaupandi fólki sem gat líka fengið far ef pláss var.

Tonga kom fyrst fram hjá Pólýnesíska konungsveldinu. Tonga var fyrst smíðuð fyrir um 3.000 árum á eyjunni Tonga. Af austurindónesískumælandi fólki af Lapita menningu. Lapita fólkið var mest þekkt fyrir vandað og skreytta leirmuni. Frá 10. öld var Tonga stjórnað af röð heilagra konunga og drottningar, Tu’i Tonga. Heimild: Britannica

Heimild: Pakistan old pic lovers á Facebook

Þýddi og skrásetti Friðrik Kjartansson

Yfirlestur. yfirlestur.is

Victor Lelorieux #1Victor Lelorieux #1

0 Comments

Einn af fjársjóðum Topkapi hallar Istanbul, Tyrklandi. Sýning í Beykozcam Kristalsafniu. Fjársjóður smíðaður af Victor Lelorieux í París. Sérfræðingurinn Libourel útskýrir hér fyrir neðan.


Victor Lelorieux vagninn á sýningu í Tyrklandi, Istanbul.

þessi vagn er óvenjulegur frá mörgum sjónarhornum. Byrjum á að tala um kúpt glerþakið og litaðar glerplötur á neðri hluta yfirbyggingar en þessi vagn er hannaður og smíðaður í París, Frakklandi. Vagn gerðin heitir Victor Lelorieux í höfuð skapar síns og á annari mynd sjáum við nafnið á hjólnöfunum. Vagninn var sérsmíðaður 1863. fyrir Sultan Abdulaziz 1830 – 1876. Victor Lelorieux setti upp vagnaverksmiðju í Champas-Elysées árið 1844. Lelorieux hlaut tvenn heiðursverðlaun á fjölsýningu í París 1855 fyrir ,,sedan vagninn (sic) fyrir fjóra hesta hengdan á níu fjaðrir.” Sjá opinberan katalog af Parísarsýingunni 1855. 1869 sagði dagblaðið Le Cocher Francais Lelorieux húsið meðal elstu verstæðanna sem skera sig úr vegna lúxus yfirbygginga á vagna. Lelorieux verkstæðið hefur útvegað samtökum hesta og asna ræktenda í frakklandi. 73 af þessum vögnum eru en þá varðveittir.


Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69Carbriolet búinn fullvöxnum topp #69

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Carbriolet með fullvaxna toppnum hefur enga textalýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum á myndinni að hann er með uppstig, hlíf framan, sæti fyrir fjórar manneskjur og svo er hann byggður á körfu stöngin sem er neðst undir vagninum. Ég tel fullvíst að vagninn sé á Sarven nöfum þótt teikningin sé ónákvæm með það. Engar bremsur eru sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar.

Cabriolet #4Cabriolet #4

0 Comments

Nafnsins vagnsins er Cabriolet uppruninn í Frakklandi einhvern tímann á sautjándu öldinni


Fjögra hjóla Amerískur Cabriolet
Gozzandini

Gozzadini greifi segir í verki sínu um hestvagnar á fornöld að Cabriolet hafi verið kynntur á Ítalíu 1672. Hann lýsti fyrstu hönnun vagnsins sem hefði verið svipuð í laginu og Gig með bogadregna yfirbyggingu sem hvíldi á tveimur dráttarsköftum á tveimur hjólum á öndverðum hesta enda vagnsins. G.A. Thrupp hélt að þessi gerð farartækis gæti verið frá ýmsum stöðum veraldar t.d. Carriole frá Noregi, Calesso frá Napolí og Volante frá Kúbu. Þegar Cabriolet kom til Englands var vagninn með eftirmynd skeljar yfirbyggingu skýlt með niðurfellanlegu húddi/skerm ásamt því að vera búin litlum sætum. Eðlilega undirgekkst hönnunin breytingar á tilverutíma sínum og Cabriolet frá nítjándu öldinni voru ekki ólíkar Curricle eða Gig.


Að mestu leyti voru vagnarnir byggðir fyrir eina eða tvær persónur sem voru varðar með leðurhúddi/skerm yfir sætið ásamt háum bogadreginni hlíf framan. Falleg bogadregin yfirbyggingin var búinn bogadregnum dráttarsköftum staðsett neðst til beggja hliða yfirbyggingarinnar svo gengu sköftin aftur og tengdist C fjöðrum. Þjóna pallur aftast. Önnur hönnun/gerð Cabriolet var fjögra hjóla prívat vagn þekktir undir nafninu Pæton til styttingar. Cab, leiguvagn á íslensku kom fram 1823 frá David Davies sem var fyrstur til að koma leyfis háðum leiguvögnum á stræti London en þeir fengu fræga nafnið Hackney Cabriolets. Þeir vagnar voru tveggja hjóla útgáfa af Cabriolet með sér sæti fyrir kúskinn.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Gullvagn enska heimsveldisins #3Gullvagn enska heimsveldisins #3

0 Comments

Gullvagn stóra Bretlands er en til sýnis í Royal Mews í Buckinham höllinni


Mynd úr bókinni Horse -Drawn Vehicles Since 1760.

Smíðaður 1762 og notaður af ríkjandi konungum og drottningum til krýninga og flestra opnana þingsins síðan 1762. Eins og flestir vagnar í eigu hins opinbera stór og fyrirferðamikið farartæki sem viktar um fjögur tonn, mælist 24 feta langur 7,3152 metra , 8,3 fet á breidd 2,52984 metrar og 10 feta á heildarhæð 3,048 metrar.

Það eru mikið magn gyllinga á vagninum og myndin á panel hlið vagnsins gerði Florentine málari Clipriani. Sir William Chambers hannaði vagninn en það eru engar heimildir um hverjir smíðuðu hann. Skreytingar vagnsins eru mjög vandaðar og hafa allar fígúrur eru ásamt konunga hefðum heimsveldisins.

Grind yfirbyggingar vagnsins er bogadregin og endurspeglar átta Pálmatré með greinar út úr toppnum sem forma stoðir fyrir þakið. í miðju þaksins eru útskornir þrír kerúbar sem bera konungs/drottningar kórónuna og halda ýmsum ríkistáknum í höndum sér. Vagninn er hengdur upp á leðursólum sem haldnir eru af fjórum útskornum fígúrum í líkamsstærð og fótstykki kúsksins er stór hörpuskel sem studd er á reyrbúntum. Átta hestar draga venjulega vagninn og upphaflega var Kúskur á fótstykkinu plús einn þjónn. Í seinni tíð var kassinn fyrir Kúskinn tekinn. Í staðinn sitja fjórir þjónar hestanna.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760 höfundur: Arthur Ingram
Þýddi og skráði: Friðrik Kjartansson

Hálfmána vagninn #68Hálfmána vagninn #68

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Hálfmánavagninum fylgir engin lýsing en við sjáum að hann er með uppstig, hlíf frama og svo fimm toppboga vandaðan topp. Sarvin nöf, Engar bremsur sjáanlegar og vagninn er byggður á körfu (perk) Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Langsum fjaðrir urðu svo svo ofan á í hönnun síðar

Búslóðarflutninga vagninn #2Búslóðarflutninga vagninn #2

0 Comments

Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu


Búferla flutninga vagn.

Húsgagnaflutninga vagninn voru smíðaðir í þremur stærðum sem kalla mætti litlar, meðalstór og stórir. Voru á milli 12 til 18 fet að lengd. Í stórum dráttum voru vagnarnir ferkantaður kassi í laginu til að geta
rúmar sem mest af húsgögnum og öðrum hlutum heimilis. Boga þakið skilar regnvatninu hratt af þakinu. Aðgengið að vagnrýminu var haft eins gott og hægt var með stórum hurðum hliðarhengdum að aftan. Kúsksætið var staðsett venjulega fremst hátt uppi og stundum bókstaflega á þakinu. Í viðleitni til að nýta sem best 7 feta breiðan kassann voru hjólin höfð það lítil að hæð þeirra var neðan við gólflínu yfirbyggingar. Ef stór hjól voru aftan var boga dregin innfelling tekin rúmlega fyrir hjólin inn í hliðarnar. Þessir boga hjólaskálar þurfa bara að vera fimm tommur inn í hliðina svo lítið af innra rými flutningakassans var lítið skert.


Áður framkomnir búferlaflutningavagnar höfðu flatt gólf en eftir að Purdy kynnti sina hönnun sem var niðurfellt gólf alla leið frá um miðju vagnsins og aftur úr og notaði niðurfelldan öxul til að framkvæma það tóku margir þessa hönnun til notkunar. Vegna risastórra flata á hliðum og bakhlið máluðu eða létu eigendurnir mála auglýsingar á alla fleti. Heimilsfang, fyrirtækisnafn, svæði þjónustunnar og allt annað sem hver og einn eigandi vagnanna ákvað. Ólíkt í nútímanum þar sem stórir fletir eru hafðir auðir en lógó sem lítið segir í raun. Allar þessar áritanir litu út eins og ferðabæklingar sem í leiðinni voru framlag listamanna til auglýsingar á handverki sýnu sem var svo aftur auglýsing.

Ekki endaði þetta þó þarna. Margir vagnar voru með efnismikil borð boltuð á þakbrúnir yfirbygginga vagna sinna og þá var hægt að taka auka kassa eða annan farangur upp á þak. Oft voru auglýsingarnar klisjur, dæmi. Flytjum alla hluti, vegalengd skiptir ekki máli, útibú í öllum stærri bæjum. Sérstakt var að sjá suma vagnanna með heilu málverkunum á hliðinni, oft túlkuðu málverkin flutningsakstur um sveitir þar sem húsbúnaðurinn var hamingjusamur að fá nýtt heimili.

Þegar járnbrautirnar komu tóku þær rjómann af hestvagnaflutningum og vagnarnir voru bundnir niður á járnbrautar vagna með reipum kvíslast lengri leiðir en hægt hefði verið að fara með hestvagna teymi. Upphaflega var þetta sparnaðarhugmynd sem var aftur hagstæð járnbrautarfélögum í að samræmt vega-/járnbrautarkerfi svo fremi að flutningavagnarnir væru innan hleðslu áætlunar. Við skulum snúa okkur aftur að flutninga vögnunum og málum.

Meðalstór búferlaflutningavagn

Heildarlengd 16 fet = 4,87.68 metrar
Heildarbreidd yfirbyggingar 6 fet og 8 tommur = 2,072.64 metrar
Niðurfellingin á gólfinu lengd 9 fet og 8 tommur og breidd 4 fet og 8 tommur = 1,463.04 metrar
Hæð framhjóla 2 fet og 8 tommur = 0,853.44 metrar
Hæð afturhjóla 4 fet og 2 tommur = 1,280.16 metrar
Fjaðrir framan 3 fet og 8 tommur = 1,158.24 metrar
Fjaðrir aftan 3 fet og 4 tommur = 1,158.24 metra
Afturöxull niðurfelldur um 1 fet og 5 tommur = 0,548.64 metrar
Þakið með radíusinn 8 tommur = 0,20.32 metrar
Þakborðin voru í 1. feta hæð = 0,30.48 metrar
Bakhliðinni er lokað með tvöfaldri hurð sem er hliðarhengd. Þar fyrir neðan er hleri sem lokaði niður fellingunni. Lamirnar hengdar í gólfbotn á niðurfellingunni. Að vissu marki var niður fellingar hlerinn notaður sem rampur til að auðvelda vinnuna við að afferma eða ferma koffort eða koffort með skúffum, fataskápa og mörgu fleiru. Hlutir sem var nægilega varið fyrir veðrum og vindi fór upp á þak og var bundið niður með reipum.

Að mörgu leyti má rekja hagnýtingu þessara búferlaflutninga vagna til þess að þeir úreltust fyrir mörgum árum. Með tilkomu eimreiðanna fæddist nýr líftími vagnanna. Oft voru þeir dregnir tveir til þrír í einu með
gufu eða bensínvél og eigendur vagnanna varð ljóst að þeir gætu nýtt gömlu búferlaflutninga hestvagnanna sína með tilkomu dráttarvélanna. Vagnarnir luku oft líftíma sínum á gúmmíhjólbörðum loftfylltum dregnir sem tengivagnar aftan í Leyland, Dennis eða Saurer bensín bílsins á öðrum áratug tuttugustu aldar.

Heimild: Horse -Drawn Vehicles Since 1760. Höfundur Arthur Ingram

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Yfirlestur: yfirlestur.is

Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67Vagninn með niðurfellanlega barnasætið #67

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Vagninn er búinn niðurfellanlega barnaframsætinu. Ekki er texti við myndina í heimildunum frá 1860. En við sjáum að vagninn er með uppstig þótt lítið fari fyrir þeim á myndinni og hann er með fimm toppboga vandaðan topp. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum að framan og aftan. Það sést nú ekki vel en sennilega er hann á Sarven nöfum. Langsum fjaðrir urðu svo ofan á í hönnun síðar. Vagninn er eining byggður á körfu (Perk) sem kallað er.

Meistarinn #64Meistarinn #64

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Meistarinn hefur ekki neina lýsingu í sölubæklingnum. Við sjáum fjögra boga vandaðan topp ásamt Sarven nöfum. Hlíf og þverfjaðrir. Númer 61, 63 og 64 eru allar með nýjum stíl (ný kynslóð) og verða að skoðast í raunveruleikanum til að hægt sé að meta þær að verðleikum en vegna stíls og lokafrágangs eru fáir vagnar sem standa þeim jafnfætis. Í frágangi eru vagnarnir allar af léttari gerðinni. Engar bremsur sjáanlegar. Meistarinn er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2Vagn Tutankhamons Faraó hafði fellanlegan tjald himinn #2

0 Comments

Grein eftir EIICHI MIYASHIRO/ eldri staff rithöfundur

30 Oktober 2019 Þýðing og skrásetning Friðrik Kjartansson Október 2022.


Vísindamenn hafa staðfest að vagn sem fannst í gröf Tútankhamons í Egyptalandi hafi upphaflega verið útbúinn sólskýli, sem gerir hann að elsta núverandi hestvagni með tjaldhiminn. Tveggja hjóla vagninn, sem er frá 14. öld f.Kr., var grafinn upp við gröfina sem oft er nefnd „stærsta fornleifaafrek 20. aldarinnar,“ þar sem gull gríma konungs fannst árið 1922. Vagninn, sem var ekki hannaður fyrir hernað, bar líklega Tútankhamun konung og Ankhesenamun drottningu við athafnir og skrúðgöngur,“ sagði Nozomu Kawai, Egyptalandsprófessor við Kanazawa háskólann. Fundurinn var í sameiningu af teymi Kawai og Grand Egyptian Museum (GEM), sem mun opna í úthverfi Kaíró á næsta ári. Teymið ber ábyrgð á viðgerð og varðveislu safns Tutankhamons í aðdraganda sýningar þeirra á GEM, með aðstoð Alþjóðasamvinnustofnunarinnar í Japan. ,,Tjaldhiminninn til að loka fyrir sólarljósið gegndi lykilhlutverki í að auka enn frekar vald konungsins sem var fulltrúi sólguðsins,“ sagði Kawai. Samkvæmt Kawai sýnir musteris veggmynd frá tímum Ramesses II, sem var virkur 100 árum eftir Tutankhamun, vagn með tjaldhiminn, en nýjasta uppgötvunin þýðir að slík tegund farartækis var til miklu fyrr. Vagninn og tjaldhiminn, báðir úr viði, voru lengi vel ekki tengdir. Vegna þess að þeir voru grafnir upp í sinn í hvoru lagi. En kanadíski fornleifafræðingurinn Edwin C. Brock benti á í blaði sem gefið var út árið 2012 á möguleikann á því að seglið gæti passað á farartækið. Talið er að tveir hestar hafi dregið gull húðaða farartækið sem kom til að vera einn af sex vögnum sem grafnir voru upp. Hann er með farþegarými sem er 1,02 metrar á breidd og 44 sentímetrar á lengd. Ef dráttar pósturinn að framan er innifalin er ökutækið 2,03 metrar að lengd. Tjaldið er 98 cm á breidd, 44 cm á lengd og 2,01 metri á hæð. Hægt er að brjóta saman 28 rimlar sem standa út frá trapisulaga rammanum og er talið að ramminn hafi verið þakinn hör. Könnun rannsóknarhópsins leiddi í ljós að fjögur göt á ytri hlið botns vagnsins eru raðað eins og stöngunum fjórum sem halda uppi seglinu. Teymið komst að þeirri niðurstöðu að sól hlífin hafi upphaflega verið sett á vagninn.

Prinsinn af Wales #63Prinsinn af Wales #63

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Prinsinn af Wales er ekki með neina lýsingu í sölubæklingnum. Vagninn er með fellanlegan vandaðan topp með fimm bogum sem var talið flott. Svo er hann með hlíf framan og á þver fjöðrum ásamt einföldu uppstigi. Engar bremsur sjáanlegar. Teikningin gefur okkur til kynna að vagnkarfan/yfirbyggingin sé fléttuð úr tágum. Sarven nöf prýða líka vagninn.

Jagger vagninn #62Jagger vagninn #62

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Jagger er þessi vagn nefndur og það fylgir engin lýsingartexti. Samkvæmt myndinni að vagninn er á þver fjörðum. Sarven nöf sjáum við líka í hjólmiðju. Tvær persónur hafa sætispláss. Hlíf fremst. Engar bremsur sjáanlegar. Þessir vagnar er á þver fjöðrum, ekki hliðar fjöðrum sem lágu samsíða langhlið vagnanna. Varð svo ofan á í hönnun síðar.

Vagn Tutankhamuns #1Vagn Tutankhamuns #1

0 Comments

Stórkostlegasta afrek 20 aldarinnar í fornleifauppgreftri!

Vagnar voru fyrstu afkastameiri vélar en manns orkan. Í gröf Tutankhamuns voru 2 stórir viðhafnarvagnar, annar minni, verulega skreyttur og þrír aðrir léttari gerðir til daglegra nota.


Mynd fengin að láni frá: Golden Chariot – TUTANKHAMUN’S WORLD (weebly.com)
Fellanlegt sóltjald á vagninum #2 Þýdd grein og mynd!

Hvernig koma vagnarnir fyrir sjónir?

Í burðargrindinni voru 2 hjól en við þau var tengdur dráttarpóstur sem tveir hestar voru tengdir við. Farartækin tóku öllu fram í verkfræði sem Faróarnir tóku sér fyrir hendur í þeirri fræðigrein. Vagninn var
vel hannaður og gæsilegur að horfa á. Gulllitaður smíðaður úr tré. Flestir gripirnir voru skreyttir gulli og lagðir hálfeðalsteinum, leirflísum og lituðu gleri. Hjólin voru hönnuð með nútímalegu
móti, úr sveigjanlegum tré sem gat aðlagast ójöfnu yfirborði jarðvegs.

Úr hvaða efnum voru vagnarnir?

Smíðin á vögnunum var sambland af handverki sem sjaldan var sameinað í eina iðngrein. Vegna þess varð að vinna úr margvíslegum efnum eins og tré, bronsi eða eir, gulli, líni og leðri o.s.frv. Margir hæfir
handverksmenn hjóta að hafa tekið þátt í ýmslum stigum smíðinnar. Vagnarnir á myndunum voru aðalega úr tré og gyllingu.

Í Hvað voru vagnarnir notaðir?

Þessi þrír vagnar voru aðalega notaðir til að sýna Faróinn við opinberar athafnir. Þótt einn vagninn sé ekki jafn glæsilegur og þeir sé hér hefur verið lýst má túlka það að hann hafir verið notaður í almennum
tilgangi, til dæmis til veiða og í útilegur.


Stríðsvagn Egypta. Mynd fengin að láni frá: The Chariot in Egyptian Warfare (touregypt.net)

Hvað þýðir þetta eða táknar?

Þetta þýðir að forn Egyptar kunnu til verkfræði. Það táknar að þar sem verkfræði var stunduð til fleyri en einnar aldar var iðnaður háður efnisvali. Vegna þess að við smíði á vörum skipti ógallað efni mestu máli.
Það má líka lesa úr þessu að stríðsvagnar voru tákn um virðingu, þar sem vagnarnir táknuðu auð og voru notaðir meðal ríkra manna í valdastöðum.

Viðauki

Í Egyptalandi til forna var gullna hásætið tákn valds og sýndi þjóðfélagsstöðu. Þetta undraverða húsgagn er það forgengilegast af öllum þeim hásætum sem fundist hafa frá hinu forna samfélagi. Það fannst í Annexe héraði í grafhýsi Tutankhamans. Hann var smíðaður af mikilli leikni og notað í efni eins og gull til að skapa þessa undraverðu list.

Mynd fengin að láni frá: The Golden Throne of Tutankhamun (globalintergold.info)

Heimild: Golden Chariot – TUTANKHAMUN’S WORLD (weebly.com)

Þýðandi og skrásetjari: Friðrik Kjartansson

Gasellu vagninn #61Gasellu vagninn #61

0 Comments

G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


Gasellan er ekki með textalýsingar í sölubæklingnum. Við sjáum hins vegar á myndinni að hún er með þverfjaðrir, hlíf framan ásamt því að byggð á körfu en það eru stangirnar langsum undir yfirbyggingunni svo er sennilega gott skott að aftan, en það er bara ágiskun. Sarvin nöf sjáum við líka á myndinni. Engar bremsur sjáanlegar. Verulega léttur vagn eins og sjá má af teikningunni og nafninu.