Tag: cwt

Bænda vagn #1Bænda vagn #1

0 Comments


Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!


Vagn fyrir bóndann. Smíðuð úr harðviði sem er vottaður að er hogginn á mesta vaxtar tímanum. Vagninn er með rekka fram á sem sést á teikningunni, sem hjálpar til að halda yfirbyggingunni í fyrir fram ákveðnum halla til að dreifa mykjunni á túnin. Vagninn kemur með einkaleyfisöxlum og 4 tommu
hjólum (10,16 cm á breidd). Bremsur ekki sjáanlegar og engar fjaðrir. Hjólin eru með kopar- koppum til að smyrja og vagninn er vel málaður. Engar fjaðrir eru undir vagninum. Verð £ 1710. Kemur með öllum þeim hlutum sem teikningin sýnir.

Kola flutninga vagn verktakansKola flutninga vagn verktakans

0 Comments

Framleiddur af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Skjólborðin eru hækkanleg eða lækkanleg með viðbót ofan á grunnskjólborðin svo hægt væri að taka meira af kolum.


Ef vel er skoðað í teikninguna má sjá diskabremsur eða eitthvað sem þeim líkist, sem hljóta að hafa verið nýstárlegar 1909 Bremsur eru innifaldar. Samt sem áður get ég ekki tekið ábyrgð á að þetta séu bremsur!

FlatvagnFlatvagn

0 Comments

Smíðaður af Thomas Stell, vagna og yfirbyggingasmið 1909!

Verð og burðarþol
Númer 1 getur borið 10 cwt £1000 ‡ Númer 2 getur borið 15 cwt £1600 ‡ Númer 3 getur borið 20 cwt £2000 ‡ Númer 4 getur borið 30 cwt £2300 ‡ Númer 5 getur borið 40 cwt £2500 ‡ Númer 6 getur borið 50 cwt £2800 ‡ Númer 7 getru borið 60 cwt £3000. Pallur vagnsins er eilítið bogin niður í miðju en það er til að hlassið sitji frekar kjurrt í bröttum brekkum upp eða niður.
Innifalið í verði er lamir á gafl- loki og bremsur eins og teikningin sýni

Mælieiningin CWTMælieiningin CWT

0 Comments

CWT er mælieining líka þekkt sem hundredweight notuð í sérstökum samfélögum viðskipta í Norður Ameríku mun hundredweight jafngilda 100 pundum og mælieiningin er líka þekkt sem stutt hundredweight. Í Stóra Bretlandi er hundredweight 112 pund og líka þekkt sem hundredweight.


Heimild útskýringar: Google leitarstrengur: What is cwt?

Þýðandi og skrásetjari Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir