Söguágrip Brougham!

Varð með vinsælustu borga vögnum beggja vegna Atlantshafsins!

 

Mynd fengin að láni hjá The Carriage Foundation Safn

Einfaldur Brougham fyrir einn eða tvo hesta. Þetta er hefðbundinn Brougham með hyrnu sniði byggður á sporöskjulaga fjöðrum. Leðurólar eru á þakinu til að festa niður farangur en körfuna vantar sem þar var í árdaga. Hús vagnsins er bólstrað með bláu klæði að utan og dökkbláu Marakó leðri að innan. Málaður blár með rauðum línum. Þrjú helstu mál: Lengd 243,84 cm Mælt á mið náin og milli þeirra Hæð frá jörðu 188,82 cm Breidd 139,70 cm

Heimildir:

www.thecarriagefoundation.org.uk

Vagninn var hannaður samkvæmt minni rannsókn að hann var tekinn af Frökkum og notaður til fyrirmyndar af lávarðinum Henry Brougham á Bretlandi og gerður vinsæll af honum, kanslara Stóra-Bretlands 1838-1839. Hann var pólitískur aðgerðasinni á afnám þrælahalds og lagalegra umbóta þar á meðal menntamál.

 

Brougham lávarður var meðstofnandi ásamt fjárframlagi Edinburg Review, eitt af áhrifamesta riti 19. aldar, sem fjallaði um flest á milli ljóða og vísinda. The Brougham carriage þróaðist frá þessum vagni og varð vinsælasti vagn sem smíðaður hafði verið til þess tíma. Þessi vagn hafði stór áhrif á alla vagna smíðaða út 19. öldina í stíl og á bílahönnun inn í 20. öldina.

 

Brougham markaði verulegar breytingar á hönnun hestvagna. Robinso & Cook, byggingafyrirtæki í London, smíðaði vagninn árið 1838 af fyrirmælum Henry Brougham lávarðar, sem vagninn var svo skírður eftir. Ólíkt þungum og háum og fyrirferðamiklum vögnum samtímans, var Brougham léttur og samanþjöppuð hönnun hans ásamt að aðeins einn hest þurfti til að draga hann. Ódýr í innkaupum og upplagður í að smjúga um þröng stræti. Þessi nýi vagn varð hratt vinsæll hjá millistéttinni og vellauðugum fjölskyldum.