Hestvagnasetrið.org uncategorized Rómverskur hestvagn 17 alda

Rómverskur hestvagn 17 alda

0 Comments



Steingerðar leifar rómverska tveggja hjóla hestvagns í Króatíu

Vinkovci er bær í Austur Króatíu og í nágrenninu litið þorp Stari Jankovaca en svæðið var undir yfirráðum Rómverja 300–400 eftir Krist.

Fornleifafræðingar grófu upp heillegar steingervinga af tveggja hjólahttps://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2021/03/Kroatiu-vagninn-5-1.jpg vagni, þekktur á latínu sem Cisium = léttur hjólavagn ásamt steingerðum beinagrindum af hestum. Hestarnir og vagninn voru saman í rými sem greinilega var nokkurs konar haugur þekkt úr greftrunarsiðum víkinga að leggja til höfðingja í skipum sínum sem eru sjaldgæfir greftrunarsiður meðal Rómverja.

Vel efnuð fjölskylda mun hafa greftrað hesta og vagn meðhttps://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2021/03/Kroatiu-vagninn-4-1.jpg þessum hætti samkvæmt fræðimönnum en auðmenn þessara tíma voru stundum greftraðir með þessar aðferð með hestunum sínum. Sviðstjórinn Boris Katofil útskýrði fyrir þarlendum fjölmiðlum að sá siður að grafa í kumli (forn grafhaugur) væri óvenjuleg aðferð þarna Suður af Pannoinan vatnasvæðinu. Boris bætti við: Siðurinn er í tengslum við afar auðugar fjölskyldur sem hafa gegnt áberandi hlutverki í stjórnsýslunni, félagslegu og efnahagslegu í samfélaginu í héraðinu.

Fundurinn er talinn vera frá þriðju öld e.Kr. en teymi vísindamanna vinnur að því að staðfesta aldurinn. Marko Dizdar sagði þetta alveg einstaka uppgötvun í Króatíu. Hann sagði: Það næsta sem unnið verður að er langt ferli hreinsunar og varðveislu fundarins samhliða rannsóknar og skilgreiningar. Við höfum meiri áhuga á hestunum, hvort þeir eru ræktaðir hér eða koma frá öðru Heimsveldi, sem mun segja okkur meira um hversu mikilvæg og auðug þessi fjölskylda var. Við finnum út úr því með samvinnu við stofnanir innlendar sem fjölda evrópskra stofnanna.

Heimild: Dailymail.co.uk

Þýðandi Friðrik Kjartansson

Próförk Þórhildur Daðadóttir