Formáli að Saga hestvagna á tímum Charles II

0 Comments


,,Chi va piano, va sano.”
Sá sem fer hægt, fer heilbrigður ítalskt spakmæli


https://hestvagnasetrid.org/wp-content/uploads/2023/03/historyofcoaches00thru_0010.jpg
Sennilega fyrsti ,,Félags” vagninn eign Keisarans í Þýskalandi 1700. Fyrir börn. Ætli þessi hafa ,,lifað” af? 323 ár. Núna 2023!

Vorið 1876. Var ég beðin um af félagi um eflingu lista, iðnaðar og verslunar að undirbúa röð fyrirlestra um vagnasmíði. Ég valdi að flétta sögu listar inn sem líklegra var til að verða skemmtilegra en tæknilegar lýsingar um aðferðir við smíði farartækja. Ég þurfti samúð almennings í listinni. Verulega mikilvægt fyrir þessarar aldar kröfur. Auk þess sem ég beindi athygli handverksfólks iðngreina okkar að þeim grundvallar reglum sem gilda um smíði vagna. Ég þarf vart að bæta við að ég fékk frá félagi listamanna alla þá aðstoð sem það hafði á sínu valdi við að semja efni fyrirlestranna og einnig við gerð þeirra fjölmörgu skýringarmynda sem þeir voru sýndir með; þeir hjálpuðu enn fremur til við að útvega mjög mikla aðsókn handverksmanna, atvinnurekenda og listamanna,

Who goes softly, goes safely.

ásamt öðrum sem áhuga hafa á menntun í vagnasmíði. Ég flutti fyrirlestrana i nóvember og desember í fyrra, í stóra herberginu þeirra við John Street, Adelphi. Það er óskandi að þessir fyrirlestrar verði endurútgefnir í upprunalegu formi. Ég átti mjög erfitt með að skilja lögun farartækjanna sem forfeður okkar notuðu vegna þess að ekki var um að ræða frásögn eða lýsingu á nokkurn hátt. Einnig vegna mjög óljósra lýsinga í bókum um þetta efni, sem þó voru ekki alltaf skrifaðar í tæknilegum tilgangi. Leit þurfti í bókum og rannsaka málverk og gömul grafíkverk. Þannig gekk ég úr skugga um form hinna eldri vagna. Auðvitað var bæði tími minn og tíma gluggi takmarkaðar við nokkra mánuði. Ég er í litlum vafa um að stórar og ríkar námur sé en eftir óséðar. Engu að síður er ég glaður að taka á móti öllum upplýsingum sem stækki og breikka núverandi þekkingu. Til gæti verið en í Englandi og erlendis gamlir vagnar sem eiga skilið lýsingu og mynd áður en þeir farast; of umfangsmiklir til varðveislu í alþjóða söfnum. Fágætar bækur eða textar gætu en þá verið til í mörgum bókasöfnum sem hægt væri að ská einnig skráning á því sem listamenn vagnasmíðinnar skilja eftir sig að lífslokum. Öllum samskiptum verður þakksamlega haldið til haga á aðgengilegum stað til aðstoðar framtíðar skráningarmönnum sem tíma hafa aflögu til að útbúa heildrænni og þéttari skráningar en ég af sögu vagnasmíða.

Giftingarvagn Hertogans af Saxlandi. Smíðaður 1584. Ætli þessi hafi ,,lifað” af 439 ár? Núna 2023!


G.A. Thrupp

Yfirlestur: Yfirlestur.is

Fara og lesa 1 kafla