C fjaðra vagninn #103

0 Comments


G. & D. Cook & co sölubæklingur hestvagna 1860


C fjaðra langferðavagninn er án texta lýsingar. Við sjáum annars tvö handföng annað fyrir dyrnar inn i vagninn og hinar fyrir geymslu (skott) undir sæti vagnsins. Líklega er toppurinn opnaður með strengnum aftast og efst á yfirbyggingunni. C fjaðrirnar eru náttúrlega bara listform í þessum vagni, viðhafnarklæði eða Hammer klæði eru á Kúsksætinu. Alveg aftast sést móta fyrir tengdar mömmusæti (rattlingseat); en þetta er pallur til að standa á fyrir fylgdarmenn og eða þjóna. Fyrir ofan glugganna eru leðursvuntur sem geta verið rúllað niður og til að veita meira skjól. Þessi vagn er hrein dásemd og listaverk. Bremsur eru ekki sjáanlegar. Sarven nöf prýða vagninn líka og var nýjung á þessum tíma.