Smá hluti efnis vefsíðunnar sækir heimildir til Smitsonian í U.S.A ásamt skjalasafns á netinu (the Internet archive). Svo er sótt efni í sérhæfðar bækur.

Nýjustu fimm atriðin!





Í tilefni þessara merkilegu hátíðarhalda vegna langrar valdatíðar Elísabetar Englands drottningar!


Brougham kom í nokkuð mörgum útgáfum og varð vinsæll í Englandi og USA. Byrjað að smíða hann í Bretlandi 1838-1839 fyrir Brougham lávarð af Robinson & Cook. Hugmyndin var yfirtekin af Brougham af Frökkum. Líkt og Fólksvagn Bjalla á sínum tíma. Vinsældirnar stöfuðu af því að vagninn var lipur og léttur og gat smogið um þröng stræti borganna. Aðeins einn hest (erlendan) þurfti til að draga Brougham. Auk þess varð hann fyrirmynd af seinni vagnasmíði og hönnun svo gætti líka sterkra áhrifa í bílaframleiðslunni fyrsta áratug 20. aldar. Ég tek það fram að ykkur er það frjálst að senda inn spurningar á vagnablogginu eða senda mér tölvupóst. Umfjöllunin mín verði líklega seint tæmandi því það er af nógu af taka. Mynd til vinstri: Brougham smíðaður af Studibaker.